Þessi hljómsveit er ekki eins fræg og flestir myndu ætla ef menn hefðu verið spurðir fyrir stofnun hennar, þó svo að all margir vita hver hún er og eiga jafnvel annan eða báða diskana með þeim.
Þar koma saman ekki minni snillingar en Roy Orbison, Bod Dylan, George Harrison, Jeff Lynne (sem gerði garðinn frægan með Electirc Light Orchestra) og Tom Petty sem var meðal annars í Tom Petty & the Heartbreakers.
Þessir menn höfðu þekkst áður í þó nokkurn tíma, en þetta á að ahafa byrjað á því að þeir komu saman til að hjálpa George með eitthvað B-side lag sem hann var að vinna að og enduðu á því að semja og taka upp heila plötu þar sem þeir skiptust á að syngja.
Þeir mættu kröfum almennings, sem bjóst við miklu af þessum risum, með lögunum “Handle with care” og “End of the line”, en svo gerðist það að Roy lést af hjartaáfalli aðeins nokkrum vikum eftir að þeir gáfu plötuna út. Þessi plata var rokkna-smellur og seldist í mijjónum eintaka (veit nú ekki hve mörgum).
Þegar Roy var horfinn á braut komu hinir fjórir saman aftur tvemur árum seinna til að taka upp aðra plötu, sem hét Vol. 3, en þrátt fyrir að seljast líka í einhverjum milljónum eintaka var hún alls ekki eins góð og sú fyrri. Eftir það hafa sögusagnir sagt að þriðja platan sé í vændum, en það verður vísast aldrei, því þeir hafa ekki komið saman aftur.
www.allmusic.com
diddmaestro
Allar fullyrðingar eru rangar