1986 vildi Neil Young grafa sig inní hljóðveri og koma út með poppplötu sem fengi góðar viðtökur. Þetta reindi hann á plötunni “Landing on Water” (júl 1986). Í hljóðverið tók hann með sér gítarleikara, trommara og þrjá synthesyzera. Útkoman var frekar mishepnuð og hlaut lélega gagnrýni fyrir utan lagið Hippie Dream þar sem Young skaut fast á David Crosby (úr CSN&Y) og hvernig hugmyndafræði hippatímans fjaraði út. Platan náði 58. sæti almenna vinsældarlistans en lagið Touch the Night sló óvænt í gegn og náði á 8. sæti Mainstream Rock listans.
Loksins tók Neal Young að átta sig á því að hann hafði gert aðeins of margar tilraunaplötur, hann smalaði saman Crazy Horse, samdi ný lög og tók þau upp á tónleikaferðalagi. Síðan fór hann með upptökurnar í hljóðver og fiktaði aðeins í þeim með synthesyzerum og gaf út á plötunni “Life” sem kom út í júlí 1987. Platan fékk skástu dóma þessa áratugar hjá Neil Young en rataði aðeins í 75. sæti almenna listans.
Nú voru Geffen Records endanlega búnir að missa þolinmæðina með Young sem sagði þá upp samningnum við Geffen. En hanns gamla plötufyrirtæki Reprise Records hafði trú á honum og sömdu við Young.
Fyrsta plata Young hjá Reprise í langan tíma var “This Note's for You” (Apr 1988), samblanda af R&B, blues og lúðrasveitartónlist sem fór fyrir ofan garð og neðan, náði 61. sæti og lagið Ten Men Workin náði 6. sæti á mainstream rock listanum.
Haustið 1988 gáfu CSN&Y úr reunion plötuna “American Dream” sem fékk hroðalega útreið gagnrýnenda.
1989 gaf Young út fimm laga EP plötuna “Eldorado” í mjög litlu upplagi. Sú plata fékk ágætar viðtökur og ákvað Young að semja fleiri lög og gefa út ásamt “Eldorado” lögunum á einni plötu. Það var platan “Freedom” sem kom út (okt 1989).
Nú kvað við nýjan hljóm. Platan var rokkplata að bestu gerð og inni hélt slagara á borð við Rockin' in the Free World sem náði 2. sæti mainstream rock listans og No More sem náði 7. sæti sama lista, platan sjálf fór í 35. sæti almenna listans og gangrýnendur fögnuðu plötunni ákaft með tilheyrandi stjörnugjöf. Neil Young hafði ekki fengið jafn mikla athygli síðan “Rust Never Sleeps” kom út 1979.
Allt í einu var Neil Young kominn aftur á toppinn, allar heitustu hljómsveitirnar sögðust vera undir áhrifum frá Neil Young og Young var talinn með þeim allra svölustu. Út kom platan “The Bridge” sem var tribute plata til Young, þar komu m.a. fram Nick Cave, Pixies og Flaming lips.
Eftir þetta gerði Young loksins rétt og fylgdi vinsældunum rækilega eftir með plötunni “Ragged Glory” (okt 1990) þar sem Young rokkaði allt til helvítis með Crazy Horse. Young var farinn að fikta með feedback á “Freedom” og var “Ragged Glory” böðuð í feedback og djöfulgangi en þar var líka lagið The Water Is Wide sem minnti menn á Buffalo Springfield. Platan náði aðeins 31. sæti á almenna listanum (lagið Mansion on the hill náði 3. sæti á mainstream rock) en fékk frábæra gagnrýni.
Bókað var stórt og mikið tónleikaferðalag þar sem Sonic Youth var fengin til að hita upp. Afrakstur þess var meistarastykkið “Weld” (okt 1991) sem innihélt lögin af “Ragged Glory” ásamt gömlum Young slögurum, þar var líka Bob Dylan lagið Blowin' in the wind þar sem Young breitti textanum í ádeilu á Persaflóastríðið. Meðallengd laganna á plötunni er 7 mín og 22 sek. “Weld” fylgdi líka 35 mínútna EP plata, en aðeins í takmörkuðu upplagi. Þessi EP skífa, “Arc” inniheldur aðeins eitt lag, Arc, og er það samansuða af feedbacki, suði, bjöguðum söng og hljóðbrotum, allt var þetta tekið upp á tónleikum í Ragged Glory/Smell the horse túrnum.
Þrátt fyrir að vera kallaður afi grunge tónlistarinnar ákvað Young að róa sig niður og fagna 20 ára afmæli mest seldu plötu sinnar “Harvest” með því að gefa út plötuna “Harvest Moon” (okt 1992) sem að sögn Young var beint framhald af “Harvest”. Við gerð plötunar smalaði Young saman öllum þeim sem komu að gerð og spiluðu “Harvest”. “Harvest Moon” komst í 16. sæti almenna listans, þótti góð en ekki eins góð og “Harvest”.
Áður en “Weld” kom út skipti hann um útgáfufyrirtæki og fór yfir til Warner, en Geffen útgáfan gaf út næstu Neil Young plötu, kallinum sjálfum til lítillrar gleði. Platan heitir “Lucky Thirteen” (jan 1993) og inniheldur fullkláraðar live upptökur sem ekki voru gefnar út ásamt skástu lögunum sem Young gaf út undir merkjum Geffen.
Þar sem Neal Young var orðinn einn virtasti tónlistamaður heims þótti ekkert nema sjálfsagt að Mtv byði honum að halda unplugged tónleika. Þar tók Young lög eftir sjálfan sig, eitt lag sem hann samdi í Buffalo Springfield og lagið Helpless sem sló í gegn með CSN&Y. Tónleikarnir voru síðan gefnir út í júní 1993 á plötunni “Unplugged”. Platan fékk góða gagnrýni og komst í 23. sæti almenna listans.
Það næsta sem Neil Young tók sér fyrir hendur var platan “Sleeps With Angels” með Crazy Horce, gefin út í ágúst 1994. Lögin á plötunni voru ýmist þæginleg folk rock lög eða grunge með feedback. Þemað var greinilega dauðinn enda fór sjálfsmorð Kurt Cobain frekar ílla í kallinn. En platan sjálf fór vel í almenning og hlaut hún frábæra gagnrýni og fór í 9. sæti almenna listans.
1995 fór Young að spila með Pearl Jam af gamni sínu. Þetta samstarf gekk svo vel að Pearl Jam spilaði með kallinum á næstu plötu “Mirror Ball”, rokkplötu sem svipar mjög til “Ragged Glory”. Af lagalegum ástæðum máttu Perl Jam ekki setja nafnið á plötuna líkt og Crazy Horse gerðu (Allar plötur þeirra og Young eru titlaðar Neil Young and Crazy Horse), þetta skemdi aðeins fyrir Young því að hafa Pearl Jam nafnið framaná plötunni hefði selt drjúgt. En þrátt fyrir það komst platan í 5. sæti almenna listans og lagið Downtown í 6. sæti mainstream rock listans.
Neil Young var sammt ekki hættur að gera tilraunir, næsta plata var soundtrack úr myndinni Dead man og hét platan því einfaldlega “Dead Man” (feb 1996). Þar spilaði Young gítarsóló og leikarinn Johnny Depp las ljóð. Platan fékk enga athygli en það fékk sú næsta. “Broken Arrow” kom út í júlí 1996, þar var Young með Crazy Horse meðferðis en sammt virkaði platan ílla, náði þó í 31. sæti.
Í júní 1997 kom út live platan “Year of the Horse”. Platan þótti ekkert meistarastykki, samanstóð af lögum sem hægt var að útsetja í grunge stíl og endurspeglaði frekar hvað Young og Crazy Horse voru að gera á tónleikum heldur en að vera eitthvað tímamótaverk.
Nú fór Neil Young að einbeita sér að ýmsum gæluverkefnum og tónleikahöldum. Crosby, Stills, Nash and Young komu saman, sömdu og gáfu út plötuna “Looking Forward” í október 1999.
Vorið 2000 kom Young þó aftur fram með plötu. Sú heitir “Silver & Gold” og markaði tímamót í ferli Young, hann hafði lagt grungeið og rokkið á hilluna og kom nú með þæginlega plötu í anda fyrstu fjörgurra platnanna. Platan fékk góða dóma, komst í 22. sæti og í 1. sæti á lista Billboard yfir mest seldu plötur á Internetinu.
Sumarið 2000 fór Neal Young í tónleikaferð með vinum og ættingjum og úr því kom live platan “Road Rock, Vol. 1: Friends & Relatives”. Þessi plata fékk misjafna gagnrýni og var sögð aðeins fyrir harða Neil Young aðdáendur. Þá meiga þeir nú vera djöflinum harðari því ég var ekkert sérstaklega hrifinn plötunni. Seinna sama ár kom út DVD diskur með tónleikum úr túrnum.
2002 læddi Young frá sér plötunni “Are you passionate”. Þeirri plötu gét ég ekki mælt með fyrir byrjendur undir fertugu þrátt fyrir að hafa komist í 10. sæti. 2002 kom líka út 30 ára afmælisútgáfa af Harvest. Sú plata er skyldueign allra tónlistarunnenda!!
Kallinn er enn ekki dauður úr öllum æðum, sendi frá sér plötuna “Greendale” núna í ágúst. Það skammarlega litla sem ég hef heyrt af þeim grip er helber snilld og sómir platan sér vel í öllum plötusöfnum.
Ég vona að þessi LANGA grein hafi opnað augu margra fyrir Neil Young og munið: “Keep on rockin' in the free world!!”
Allar stafsetningarvillur eru settar til skrauts og listrænnar tjáningar!