Þann 12. nóvember 1945 á Toronto General Hospital í Toronto borg í Kanada gerðist það að Young fjölskyldunni fæddist sonur. Þeim dreng var gefið hið einfalda nafn Neil.
Neil litli óx úr grasi hjá móður sinni í Winnipeg og við fimmtán ára aldur var hann orðinn hinn frambærilegasti gítarleikari. Þá stofnaði hann ásamt þremur vinum sínum hljómsveitina The Jades, þar spilaði Neil á gítar og söng ásamt því að semja öll lögin. Ekki entist sú sveit lengi og gekk Neil til liðs við The Esquiers vorið 1961.
The Esqiers sundraðist og haustið 1962 var hann kominn í The Classics.
Eftir að hafa aðeins verið tvo mánuði í þeirri sveit stofnaði Neil ásamt Ken Kobhlun hljómsveitina The Squires. Sú sveit náði að koma sér aðeins áfram og gaf út nokkrar litlar plötur.
En að vera í hljómsveit var ekki nóg fyrir Neil, hann kom líka fram á kaffihúsum og krám, einn með þjóðlega stálstrengjagítarinn. Vorið 1965 hætti Neil í The Squires og til að einbeita sér að sólóferlinum. Ekki tókst það alveg og var Young stuttlega í böndunum 4 to go og The high flying birds, hann kom líka aðeins fram með The Squires.
Neil Young fluttist aftur til Toronto haustið 1965. Þar spilaði hann á kaffihúsum og krám en kominn í stærri borg fór hann að kynnast fólki innan tónlistargeirans. Hann kynntist meðal annars Steven Stills og Joni Mitchell sem bæði voru að verða nöfn í folk-rock senunni. Hann kynntist líka þeim Bruce Palmer, Rick James og Goldy McJohn. Saman stofnuðu þeir sveitina Mynah Birds og fluttust til Detroit með plötusamning við Motovn Reckords. Mynah Birds tóku upp nokkur lög sem ekki voru gefin út og sagði útgáfan upp samningum við sveitina.
Í reiðiskasti hennti Neil gítarnum sínum og Bruce Palmer upp í Pontiacinn sinn og fór til Los Angeles. Rick James hóf farsælan sólóferil og McJohn gekk í Steppenwolf sem áttu heldur betur eftir að slá í gegn.
Vorið 1966 voru Steven Stills og vinur hanns Richie Furay að keyra niður Sunset Boulevard og sáu Pontiac druslu lagða í stæði, Stills fannst þessi bíll ótrúlega kunnulegur og ákvað að bíða eftir eigendanum sem reyndist svo vera Neil Young. Þannig varð til hljómsveitin The Herd en þeir breittu nafninu fljótlega í Buffalo Springfield.
Hún saman stóð af Young, Stills og Furay sem sungu og spiluðu á gítara, Bruce Palmer á bassa og Dewey Martin á trommur.
Upphaf Buffalo Springfield var eins og í æfintíri og eins var árangurinn, allavegana framanaf. Árið 1967 komu út plöturnar “Buffalo Springfield” og “Buffalo Springfield Again” sem hlutu miklar vinsældir.
En Neil Young er víst mjög leiðinlegur í samstarfi og fljótlega var farið að bera á spennu milli meðlima sveitarinnar og þegar “Last Time Around” kom út árið 1968 var allt logandi í ílldeilum. Neil Young hætti reglulega í sveitinni en kom alltaf aftur og nokkrar mannabreitingar áttu sér stað þar til þeir hættu um vorið 1968. Steven Stills var með í stofnun Crosby, Stills and Nash. Furay stofnaði Poco en Palmer og Martin hurfu úr sviðsljósinu.
Neil Young héllt hinsvegar áfram sólóferlinum. Hann réð Elliot Roberts sem umboðsmann sinn og hann reddaði Young samning hjá Reprise Records og í janúar 1969 leit platan “Neil Young” dagsins ljós og fékk ágætis dóma og sölu. Young var nú byrjaður að spila með enn einni hljómsveitinni og hét sú The Rockets.
Í henni voru auk Young, gítarleikarinn Danny Whitten, bassaleikarinn Billy Talbot og trommarinn Ralph Molina.
Young breitti nafni sveitarinnar í Crazy Horse og spiluðu þeir saman inn á aðra plötu Young sem kom út í mai 1969 og hét “Everybody Knows This Is Nowhere”. Á þeirri plötu voru lög eins og Cinnamon Girl og Down By The River, seldist platan mjög vel og hlaut Young gullplötu fyrir.
Neil Young sættist við Steven Stills og var boðið að æfa með CS&N, það virkaði vel og Young gekk því í sveitina sem breitti nafninu í Crosby, Stills, Nash and Young og gáfu þeir út stórvirkið “Deja Vú” (1970) og tónleikaplötuuna “Four way street”.
Árið 1970 var LSD að detta úr tísku og í stað þess komu kókaín, heróín og amfetamín. Þessi nýju efni fóru ekki framhjá CSN&Y og riðaði sveitin því á barmi þess að leysast upp, einnig spruttu aftur upp deilur milli Stills og Young og hætti Young því í sveitinni, byrjaður að nota áfengi og eiturlyf í óhófi (Eiturlyf eru reindar alltaf í óhófi sama hversu mikið er neytt).
En þrátt fyrir það reif Young Crazy Horse með sér í hljóðver í ágúst og tók upp plötuna “After the Gold Rush”. Platan fékk frábæra dóma, seldist vel og komst í 8. sæti í Bandaríkjunum. Við tóku stanslausir tónleikar og kom næsta plata ekki út fyrr en í febrúar 1972.
Það var platan “Harvest” sem sló ærlega í gegn og náði toppnum á listum í Bandaríkjunum. Á “Harvest” fékk hann með sér nærri óþekta sessionista undir nafninu The Stray Gators.
Á næstu plötu var Young einn með kassagítarinn og munnhörpuna. Það var platan “Journey Through the Past” (nóv 1972) með lögum úr samnefndri kvikmynd. Sú plata var algert flopp, fékk mjög slæma dóma en seldist aðeins út á nafn Neil Young.
Nú hófst mjög slæmt tímabil í lífi Young. Hann var á kafi í óreglu, Danny Whitten úr Crazy Horse og rótari Young, Bruce Berry, dóu báðir úr of stórum skammti eiturlyfja og fór það mjög ílla í Young. Tónleikaplata hanns og The Stray Gators “Time Fades Away” (okt 1973) kolféll í sölu. Næst tók Young upp plötuna “Tonight's the Night”, sem bar eiturlyfjaneyslu Young greinileg merki, en gaf hana ekki út og tók upp “On the Beach” og gaf út í júlí 1974. Sú plata fékk fína dóma og komst í 16. sæti.
Þegar “Tonight's the Night” kom loksins út í júní 1975 var Young kominn á rétta braut, nánast edrú og hress. “Tonight's the Night” gekk ágætlega í gagnrýnendur og aðdáendur og náði 25. sæti.
Í nóvember 1975 kom út platan “Zuma” og spiluðu Crazy Horse á þeirri plötu. “Zuma” (Sem inniheldur m.a. Cortez the killer) náði 25. stæti í Bandaríkjunum.
1976 fór Young inn í skeið þar sem hann fiktaði við margar tónlistarstefnur. Í september 1976 kom út platan “Long May You Run” sem samanstóð af dúettum Young og Steven Stills. Í Júní 1977 kom út platan “American Stars ‘N Bars” þar sem söngkonan Nicolette Larson söng með Young við undirspil Crazy Horce. 1978 komu út plöturnar “Homegrown” og “Comes a time” (Larson var þar aftur með Young) og safnplatan “Decade”. Enginn af þessum plötum hlaut mikla eftirtekt.
En 1978 hóf Young mikinn tónleikatúr sem kallaður var Rust never sleeps. Fyrrihelming settsins var Young einn með kassagítarinn og spilaði ný lög en eftir hlé komu Crazy Horce á sviðið og tóku vinsælustu lögin með Young. Þetta uppátæki vakti mikla lukku og voru tónleikarnir vel sóttir, platan “Rust Never Sleeps” (1979), sem innihélt stúdíóupptökur af fyrrihluta tónleikana, seldist vel og fór í 8. sæti, Young gaf líka út live plötu með öllu settinu sem fór í 15. sæti og kvikmyndin Rust never sleeps var vel sótt.
Nú leit allt vel út fyrir Neil Young og var talað um Rust Never Sleeps sem mjög gott comeback. En Neil Young rústaði því öllu með því að gefa út “Hawks & Doves” (Nóv 1980). Þar voru textarnir hreinn hægri-pólitískur áróður og ofstækisfull ættjarðarást, sem andstætt því sem nú er í Bandaríkjunum, var ekki vel séð. Þrátt fyrir mjög lélega dóma komst platan í 30. sæti. Næsta plata, “Re-ac-tor” fékk verri dóma en náði 27. sæti.
Eftir þetta hætti Young hjá Reprise Records og fór yfir til Geffen Records þar sem honum var lofað gulli og grænum skógum auk fulls listræns frelsis. Það nýtti Young út í ystu æsar á plötunni Trans (jan 1983). Þar var Young kominn út í miklar tölvupælingar, hann söng flest lögin í gegnum synthesizer og minnti platan frekar á Kraftwerk en Neil Young. Platan var rökkuð niður af gagnrýnendum en náði þó 19. sæti.
Áfram hélt tilraunastarfsemi Young og þegar “Everybody’s Rockin'” kom út í ágúst 1983 var hann orðinn að költ-fyirbæri í Folk-Rock geiranum og vann sér fáa nýja aðdáendur. Á “Everybody's Rockin'” var Young kominn með enn eina hljómsveitina með sér, hét sú The shocking pinks. “Everybody's Rockin'” var að vissu leiti tímamótaplata fyrir Neil Young því aldrey áður hafði plata með honum selst jafn ílla, 122. sæti varð raunin og gagnrýnin eftir því.
1984 var Geffen Records nóg boðið með hve ílla plötur Young seldust og hófust því mikil málaferli. Ári síðar náðust sættir milli Geffen Reckords og lögfræðinga Young (Neal sjálfur kom lítið nálægt málinu og var allan tíman á tónleikaferðalagi með The International Harvesters) og lét Young því frá sér plötu sem hann taldi að ætti að seljast. Platan hét “Old Ways” og kom út í ágúst 1985. “Old Ways” svipaði til “Harvest” (1972) en var meiri country-plata. Platan fékk sæmilega dóma, komst í 24. sæti Country listans og 75. sæti á þeim almenna.
Á þessum árum túraði Young nánast. stanslaust með Crazy Horse, The Shocking Pink og The International Harvesters, hann kom fram á Live-Aid tónleikunum bæði með The International Harvesters og Crossby, Stills, Nash and Young og spilaði á mörgum öðrum styrktarsamkomum.