Þegar verið var að rífast um hvort Humble Pie eða Blind Faith hafi verið fysta súpergrúbbann í stórgóðri grein ibbets um Blind Faith, fékk ég þá hugmynd að skrifa grein um Humble Pie og forvera þess bands, hina frábæru Small Faces.
Saga Small Faces hófst á því þegar söngvarinn og gítarleikarinn Steve Marriott kynntist bassaleikaranum Ronnie Lane. Lane var þá í hljómsveit sem hét Pioneers. Meðal meðlima Pioneers var trommarinn Kenney Jones. Marriott var boðið að koma og spila með Pioneers en eftir fyrstu tónleikanna þar sem þeim var mjög ílla tekið ákváðu þeir að breita um stíl. Pioneers var leist upp og Marriott, Lane og Jones tóku sig saman og stofnuðu Small Faces ásamt orgelleikaranum Jimmy Winston.
Fjórmenningarnir höfðu allir áhuga á amerískri R&B tónlist og hófu því að spila slíka tónlist að miklum móð. Small Faces voru mod-arar af lífi og sál, og þar af leiðandi alltaf í takt í tískuna hvað föt og málfar varðaði og féllu vel inn í umhverfið í London 1965. Að tolla í tískunni og góð sviðsframkoma varð til þess að þeir urðu fljótt þekktir og ekki leið á löngu að þeir voru komnir með samning við Decca útgáfuna.
Fyrsta smáskífan kom út í ágúst 1965, hét hún “What'cha Gonna Do About It” og komst í 14. sæti breska vinsældarlistans. Næsta smáskífa “I've Got Mine” náði ekki inn á topplista og í kjölfar þess hætti Jimmy Winston, sem hóf leiklistarferill (Lék meðal annars í upprunalegu uppfærslunni af Hárinu). Í hanns stað kom Ian McLagan. Í febrúar 1966 komst lagið “Sha-La-La-La-Lee” í 3. sæti vinsældarlistans og í mai sama ár komst “Hey Girl” í 10. sæti.
Í mai 1966 kom fyrsta platan út og hét hún einfaldlega “The Small Faces”. Á henni voru lögin “All Or Nothing” og My Mind's Eye“ sem skutust bæði í topp sæti breska listanns.
En ekki var lífið einfalt hjá Small Faces. Hljómsveitarmeðlimir urðu sífelt óánægðari með umboðsmann þeirra Don Arden og ráku hann haustið 1966. Sveitinn réði svo Adrew Oldham, umboðsmann Rolling Stones og skiptu yfir til Immediate Records útgáfunar. Oldham var mykið rólegri en Arden og bókaði ekki eins marga tónleika með sveitinni. Þennan mikla frítíma níttu Faces í hljóðveri og prufuðu sig áfram í tónlistinni.
1967 kom svo út platan ”Small Faces“ og var tónlistinn þá orðin þéttari og vandaðri, enda fór platan á toppinn í Bretlandi. Af einhverri undarlegri ástæðu kom ”Small Faces“ út undir nafninu ”There Are But Four Small Faces“ í Bandaríkjunum og voru lögin í annarri röð en á ”Small Faces“. Á amerísku útgáfunni var líka lagið ”Itchycoo Park“ sem náði miklum vinsældum.
Small Faces var orðið eitt af stæstu böndunum beggja megin hafs og fylgdu því svo rækilega eftir árið 1968 með langbestu Small Faces plötunni ”Ogden's Nut Gone Flake“ sem toppaði vinsældalistana.
En velgengni Small Faces-liða sjálfra var ekkert í líkingu við velgengi tónlistar þeirra. Í auglýsingu fyrir ”Ogden's Nut Gone Flake“ breittu Immediate Records faðirvorinu og varð bænin þá til Small Faces en ekki til guðs. Þetta fór verulega í fólk og máttu Small Faces byðja fleiri miljónir manns afsökunar á atviki sem þeir áttu engan þátt í.
Immediate Records gáfu líka út lagið ”Lazy Sunday“ sem Steve Marriott hafði tekið upp blindfullur. Þrátt fyrir að lagið náði öðru sæti í Bretlandi fyrgaf Marriott útgáfunni ekki þetta uppátæki.
Small Faces voru nú farnir að sína veruleg merki um þreitu og leiða, tónleikahaldarar kvörtuðu stöðugt undan því að sveitin mætti of seint á tónleka eða að þeir létu hreinlega ekki sjá sig. Síðsumars 1968 gáfu þeir út lagið ”The Universal“ sem Marriott hafði hugsað sem meistarastikki sveitarinnar. Lagið náði ekki inná topp 20 og fór það mjög ílla í Marriott. Á nýársdag 1969 gekk Marriott af sviði í miðju lagi (þökk sé kaldhæðninni að lagið var einmitt ”Lazy Sunday“) og hætti í Small Faces. Í hanns stað voru Rod Stewart (þá nánast óþekktur) og Ron Wood fengnir úr The Jeff Beck Band.
Þessi upstilling gaf út plötuna ”First Step“ sem seldist ágætlega en náði ekki sama hljómi og fyrri plötur.
Small Faces breittu svo nafninu í The Faces og gáfu út nokkrar plötur en voru aðalega þekktir fyrir að lifa hátt með myklu dópi og áfengi.
Þegar Steve Marriott hætti í Small Faces var hann þegar farinn að ræða við Peter Frampton úr The Herd um að stofna hljómsveit. Það varð úr að Marriott og Frampton stofnuðu Humble Pie ásamt Spooky Toth bassaleikaranum Greg Ridley og trommaranum Jerry Shirley. Fyrstu mánuðina lokuðu þeir sig inná heimili Marriott í Essex og æfðu og sömdu tónlist stanslaust.
Marriott fyrirgaf Immediate Records allar syndir gegn því að þeir gerðu plötusamning við Humble Pie. Með vorinu 1969 kom svo út fyrsta smáskífan ”Natural Born Boogie“ sem fór inná topp 10 og ruddi vegin fyrir fyrstu plötunni ”As Safe As Yesterday Is“.
Þegar sveitin kom heim frá Bandaríkjunum af tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni ”Town and Country “ ,sem seldist mjög vel eins og fyrri platan, komust þeir að því að Immediate Records væri orðið gjaldþrota. Sveitin réð þá Dee Anthony sem hjálpaði þeim að landa samningi við A&M útgáfuna. Anthony hvatti Marriott eindregið til að semja rokkaðri tónlist. Og réð rokkið og hrár blús lögum og lofum á plötunum ”Humble Pie“ (1970) og ”Rock On“ (1971).
Þegar live platan Performance – Rockin' the Fillmore kom út og náði gífurlegum vinsældum fannst Peter Frampton hlutverk hanns hafa minnkað í Humble Pie og sveitin vera orðin of rokkuð svo hann hætti til að stunda sólóferil. Í stað Framptons kom Colosseum gítarleikarinn Dave Clempsom sem var rokkari mikill og varð platan ”Smokin'“ (1972) því talin með betri rokkplötum.
”Smokin'“ toppaði listana og platan sem kom út 1973, ”Eat It“ komst á topp 20. En þá fór að halla undan fæti, 1974 náði ”Thunderbox“ ekki inná topp 40 og ”Street Rats“ rétt skreið inná topp 100 í nokkrar vikur, ”Back Home Again“ (1976) náði ekki inná topp 100.
Eftir það hættu Humble Pie. Fyrverandi meðlimir sveitarinnar dreifðust í hinar ýmsu áttir og stofnuðu nýjar hljómsveitir. En svo skemmtilega vildi til að á svipuðum tíma og Humble Pye hættu var The Faces að liðast í sundur, Rod Stewart hóf (því miður) sólóferil og Ron Wood tók við af Mick Taylor í Rolling Stones.
Þá stóðu Ronnie Lane, Kenney Jones og Ian McLagan uppi söngvara og gítarleikaralausir. Að frumkvæði Steve Marriott tóku kapparnir sig til og endurvöktu Small Faces árið 1977. En þegar í hljóðver var komið hætti Ronnie Lane vegna ósættis við upptökustjórann, í hanns stað kom Rick Willis. Small Faces gáfu út plöturnar ”Playmates“ og ”78 In The Shade“ (1978) en plöturnar seldust ekkert alltof vel. Þegar Keith Moon lést árið 1978 fengu The Who Kenney Jones til liðs við sig og eftir það ákvaðu Small Faces að hætta.
Steve Marriott var ekki hættur með comeback æði sitt og endur vakti Humble Pie ásamt Jerry Shirley. Söngvarinn Bobby Tench og bassaleikarinn Anthony Jones voru fengnir til liðs við sveitina. Humble Pie gaf út plöturnar ”On to Victory“ (1980) og ”Go for the Throat" (1981) sem kolféllu í sölu. Eftir mishepnaða tónleikaferð sem var ílla sótt og þurfti að aflýsa vegna þess að Marriott handleggsbrotnaði hættu Humble Pie.
Árið 1991 voru Steve Marriott og Peter Frampton farnir að skjóta sér aftur saman en áður en eitthvað gerðist lést Steve Marriott í eldsvoða þegar húsið hanns brann.
Allir fyrverandi meðlimir Small Faces og Humble Pie eru enn á lífi (Nema Marriott og Ronnie Lane sem lést 1997) og eru enn í tónlist. Peter Frampton gaf meira að segja út nýjustu plötu sína í ágúst á þessu ári og kom fram í The Simpsons 199?.