Ég kíkti í Skífuna um daginn. Rak augun í það að sumar Dylan-plöturnar höfðu breyst í útliti. Og viti menn, þarna voru þær komnar. Fimmtán bestu plöturnar hans (reyndar ekki Time Out Of Mind ;( ), í hinum nýju SACD Hybrid ,,state of the art” hljómgæðum! Ég greip í flýti mína uppáhaldsplötu, Blonde on Blonde, og hljóp að afgreiðsluborðinu. Þá átti sér stað þetta samtal:
Afgreiðslustúlka: ,,Það verða 2990 kr.”.
Ég: ,,Ha”, sagði ég og rétti henni kreditkortið.
Afgreiðslustúlka:,,2990”.
Ég: ,,En ég keypti þessa sömu músík á 1000-kall fyrir hálfu ári síðan. Það er bara eitthvað búið að endurhljóðblanda þetta”.
Afgreiðslustúlka: ,,En þessi er tvöfaldur”.
Ég: En hann var bara einfaldur. Það er bara búið að tvöfalda hann til að reyna að láta hann líta út eins og gömlu vínylplötuna frá 1966, endurvekja gömlu vínyl-stemminguna”.
Afgreiðslustúlka: Já, einmitt. Viltu poka?
Ég hrifsaði loks kreditkortið af henni og hljóp út í bíl með gersemarnar. Og þvílík snilld. Ég setti strax mitt uppáhaldslag á fóninn, Visions of Johanna, og lygndi aftur augunum. Það er eins og maðurinn sé við hliðina á manni að syngja! Maður getur greint hvert hljóðfæri auðveldlega fyrir sig og hljómurinn er ótrúlega tær.
En þetta var bara byrjunin. Þessir diskar eru víst þannig, að í venjulegum spilurum eru betri gæði, en til eru spilarar sem styðja enn betri gæði, t.d. sumir DVD-spilarar. Það vildi svo heppilega til að mínir ástkæru foreldrar höfðu nýlega endurnýjað stofugræjurnar heima, keypt DVD-spilara og heimabíó-hljóðkerfi. Og þá var kátt í höllinni. Ég ákvað að æra systur mína með því að spila Just Like a Woman hærra en nokkru sinni fyrr. Þvílík gleði og hamingja! Núna hef ég tvær ástæður til að hlakka til þegar ég veit að ég verð einn heima.
I Want You er gleðilegra en nokkru sinni fyrr og núna veit maður hvað Dylan var að tala um þegar hann sagði: ,,It has that thin, wild, mercury sound”. Þess má til gamans geta að lagið heyrist á eftirminnilegan hátt í myndinni Identity sem nú tröllríður myndbandamarkaðnum.
Stærsta lagið er svo hin epíska ástarjátning Dylan á Söru sinni, Sad Eyed Lady of the Lowlands. Í laginu er að finna línur á borð við: ,,And your flesh like silk, and your face like glass“. (sem Bubbi stal svo eftirminnilega og setti í sitt frægasta lag Stál og Hnífur: ,,Hörund þitt eins og silki, andlitið eins og postulín”.) Sem var svo sem allt í lagi, góðir listamenn fá lánað en frábærir listamenn stela (Oscar Wilde ef ég man rétt). Lagið er endalaust, 11 mínútur að lengd, en rennur ótrúlega ljúflega í gegn, eins og böllur í feita vinnukonu.
Platan kom út í maí 1966 og var tekin upp í Nashville. Platan var fyrsta tvöfalda rokkplatan og stendur að mínu mati örlítið upp úr meðal annara stórverka meistarans.
Eftir stendur gríðaránægður viðskiptavinur, ánægður með lífið og tilveruna. Þjónusta hinnar lítt tónlistarlega þenkjandi afgreiðslustúlku var lítil en þó fullnægjandi. Besta plata í heimi í bestu mögulegu gæðum, gerist það eitthvað betra?
Ég kvíði þó örlítið fyrir því að þurfa lifa lágt í svolítinn tíma til þess að getað endurnýjað plötusafnið….
Það er því dýrt að vera Dylan-aðdáandi, en það er samt algjörlega þess virði.
P.S. varðandi grein hér að neðan um hver sé besti söngvarinn, þá er það engin spurning. Dylan er númer 1, 2 og 3. Það segja þeir tveir stærstu alla veganna:
It´s not what Dylan sings, it´s how he sings it.
-John Lennon-
Have you heard me sing? I happen to be just as good a singer as Caruso. I can hit all those notes too. And I can hold my breath three times longer than him.
-Bob Dylan-