Margir eru eflaust löngu komnir með leið á svona greinum um uppáhalds listamenn einhvers Jóns út í bæ, en mér finnst þeir alltaf jafn skemmtilegir.
Þess vegna ákvað ég þegar ég lá hérna heima veikur að senda inn smá grein. Hérna tel ég upp mína fimm UPPÁHALDS söngvara gullaldarinnar, þ.e. ég er ekki að reyna að halda því fram að þessir séu þeir bestu. Þá er best að fara að byrja þetta.
5. sæti. Robert Plant- Led Zeppelin: Þessi maður er hreint ótrúlegur. Söng og samdi mikið af lögum í minni uppáhalds hljómsveit um þessar mundir. Led Zeppelin 4 er ekkert annað en meistarastykki
4. sæti. Bob Marley- The Wailers: Minn uppáhals tónlistarmaður. Að mínu áliti lang besti reggítónlistarmaður allra tíma og það er eitthvað alveg sérstakt við rödd hans (áralöng eiturlyfjaneysla?).
3. sæti. Jim Morrison- The doors: Það eru nú erfitt að halda því fram að hann sé einn af betri söngvurum aldarinnar. En hann smellpassar inn í tónlistina sem hann var að syngja ( myndi líka smellpassa inn á litla búllu niðri í bæ við píanóið og með bjórkollu við hendina).
2. sæti. John Fogerty- Creedence Clearwater Revival: Þessi maður var nú stór hluti af hljómsveitinni, samdi nánast allt, söng og spilaði á gítarinn. Gaman að heyra í honum í stuðlögum eins og “Hey tonight” og svo rólegri lögum eins og “Someday never comes”.
1. sæti. Freddie Mercury- Queen: Þarf eitthvað að segja? Að mínu mati (og líklega margra annarra) besti söngvari sem sungið hefur hér á jörðu. Hann hefur algjöra englarödd þessi maður.
Já, nú er þetta komið og þið skuluð endilega koma með ykkar lista og athugasemdir. En ég bið ykkur um að sleppa því að slátra mér með einhverju skítkasti á hitt og þetta.
Megi Bob Marley, Freddie Mercury og Jim Morrison hvíla í friði.
Takk fyrir!