Ákvað að birta þetta bara í gamni, skrifaði þetta fyrir svoldið löngu síðan..
Þetta hófst allt í Cambridge á Englandi. Syd Barret, Roger Waters og Dave Gilmour voru skólafélagar og töluðu þeir mikið um að stofna hljómsveit saman. En eftir útskrift fór Gilmour í listaháskóla í London, Syd flakkaði milli sveita í Englandi og Waters fór að læra arkitektúr í London. Waters kynntist Nick Mason og Rick Wright á meðan náminu stóð, saman stofnuðu þeir R&B band sem bar heitið Sigma og í því spilaði Waters á gítar, Mason á trommur og Wright á hljómborð, í hljómsveitinni voru einnig bassaleikarinn Clive Metcalve og söngkonan Juliette Galve (Sem seinna meir varð svo eiginkona Wright).
Þetta samstarf entist þó ekki lengi vegna þess að Gale og Metcalve yfirgáfu hljómsveitina, þá fór Waters á bassann og Bob Close tók við gítarnum. Í lok ársins 1965 gekk Syd Barret til liðs við þá og þá var nafninu á bandinu breytt í Pink Floyd. Nafnið var notað til heiðurs blúsurunum Pinkey “Pink” Anderson og Floyd Council.
Árið 1966 tóku þeir upp sitt fyrsta lag sem fékk heitið “Lucy Leaves” og fékk þá hljómsveitin aðeins athygli, en ekki mikla. Þeir byrjuðu þá að spila “underground” í London og komu með alls konar tilraunir með ljósasýningar og furðuleg hljóð, sem á þeim tíma höfðu aldrei heyrst úr hljóðfærum.
Snemma á árinu 1967 skrifuðu þeir undir samning á EMI records og gáfu út lagið “Arnold Layne” og náði það inn á Topp 20 í Bretlandi. Næsta lag þeirra bar heitið “See Emily Play” og fékk það lag mun meiri athygli en það fyrra og náði 6.sæti á breska vinsældarlistanum. Svo gáfu þeir út plötuna “The Piper at the Gates of Dawn” seinna á árinu 1967 og komst sú plata inn á topp 10 og var henni lýst sem einni besty “pshycadelic” plötu sögunnar fyrir utan Sgt. Peppers með Bítlunum.
Í kjölfar á velgengi plötunnar fóru Pink Floyd á tónleikaferðalag. Þeir fóru jafnframt með ekki ómerkari manni en Jimi Hendrix á tónleikaferðalag um Bandaríkin, en það var á þeim tíma sem að Syd Barret var farinn að sýna merki um veiki sína. Hann var sokkinn djúpt í LSD notkun. Það voru einmitt líka nokkur atvik á tónleikum þar sem að hann byrjaði að spila eitthvað alveg upp úr þurru þótt að það tengdist tónleikaprógraminu eða tónlistinni þeirra á einhvern hátt yfir höfuð og það kom jafnvel fyrir að hann sleppti því bara að spila.
Í lok ársins 1967 kom þriðja lag þeirra félaga út og ber það heitið “Apples and Oranges”, en þó áttu tvö önnur lög að koma út á undan, “Vegetable Man” og “Scream”, en Syd Barret gat ekki lokið við þau vegna erfiðleika sinna. Þarna vissu hinir meðlimir hljómsveitarinnar að þetta samstarf myndi ekki ganga upp nema þeir myndu ekki taka til sinna ráða svo að þeir höfðu samband við gamlan skólafélaga þeirra Barret og Waters, hann David Gilmour. Hann var stundum aðalgítarleikari þeirra og Syd var þó enn í hljómsveitinni en bara gat ekki spilað, en þetta entist þó ekki lengi vegna þess að Syd var orðinn alveg út úr heiminum vegna ofneyslu og var hann rekinn seinna meir úr hljómsveitinni, eða tveimur mánuðum eftir að Gilmour gekk í hljómsveitina.
Eftir að Syd fór breyttist margt í hljómsveitinni, Waters tók næstum yfir alla lagasmíðar og svo bætti það nú bara að Gilmour var snillingur á gítarinn. Næsta plata þeirra, “Saucerful of Secrets” var nokkuð lík fyrri stíl þeirra en þó ekki mikið. Árið 1971 gáfu þeir út “Meddle” og fékk sú plata mjög góða dóma og var það augljóst að hljómsveitin hafði gengið í gegnum miklar breytingar eftir að Syd fór úr hljómsveitinni.
Og svo árið 1973 kom út meistaraverkið “Dark Side of the Moon”. Þessi plata er ein sú mest selda allra tíma, hún hefur selst í 25 milljónum eintaka eða 25 föld platínu sala. Var sú plata á vinsældarlistum í tæplega áratug. Þessi plata varð til þess að Pink Floyd urðu viðurkenndir af Bandaríkjunum og af öllum heiminum sem hreint út sagt alveg ótrúlegir tónlistarmenn. Næsta plata þeirra kappa fékk heitið “Wish You Were Here” og kom út árið 1975, sú plata er tileinkuð Syd Barret og einnig fjallar hann um hversu fjarlægir meðlimir hljómsveitarinnar voru á tímabili eins og heiti plötunnar gefur til kynna. Til minningar um Syd var lagið “Shine On You Crazy Diamond”. En meðlimum hljómsveitarinnar til mikillar undrunar kom Syd Barret í heimsókn þegar þeir voru að taka upp plötuna og þetta var í fyrsta skipti í 6 ár sem nokkur meðlimanna hafði hitt hann og því miður í síðasta skipti.
Næsta plata þeirra “Animals” kom út árið 1977 en fékk sú plata ekki jafngóða dóma og þær fyrri og er það líklegast vegna þess að vandamál voru byrjuð að koma upp í hljómsveitinni, svo virtist sem um mikið ósætti væri að ræða og komst á kreik orðrómur um að hljómsveitin væri að hætta. En þrátt fyrir þetta gáfu þeir út tvöfalda plötu árið 1979, “The Wall” og varð það næstmest selda plata þeirra og er slagarinn “Another Brick in the Wall” og er það eina lag þeirra sem hefur náð því að fara á toppinn á breska vinsældarlistanum.
En samband milli meðlimana voru síversnandi, Waters og Wright höfðu verið ósáttir í mörg ár og Waters heimtaði að Wright yrði rekinn úr bandinu og var honum hent úr bandinu árið 1980. Á meðan var Gilmour brjálaður út í Waters yfir hversu lítið hann fékk að njóta velgengi “The Wall” og tók Mason málstað Gilmour í þessu máli.
Allir héldu að samstarf Pink Floyd væri endanlega lokið en öllum til undrunar gáfu þeir út “The Final Cut” árið 1983 og var sú plata mun meira svona “sóló” verkefni hjá Waters og kom þessi plata Gilmour og Mason lítið við og nú þegar það vantaði Wright í hljómsveitina vantaði mikið upp á rafmögnuðu hljóðgaldrana sem að þeir voru þekktir fyrir. Var þess vegna þessi plata mikil vonbrigði fyrir marga Pink Floyd aðdáendur. Stuttu eftir að platan var gefin út gaf hljómsveitin upp laupana.
Allir meðlimirnir fóru að gera sóló verkefni og á endanum ætluðu Mason og Gilmour að endurvekja hljómsveitina upp á nýtt en Waters var ekki hlynntur því. Hann vildi þá meina að Pink Floyd væri ekki til án hans og fór hann jafnvel með málið fyrir rétt til þess að stöðva vini sína en hann tapaði.
Árið 1987 komu Wright, Mason og Gilmour saman og stofnuðu hina nýju Pink Floyd. Seinna það sama ár gáfu þeir úr “A Momentary Lapse of Reason” og hljómaði sú plata mun betur en forveri hennar og var yfir þessari plötur þessi gamli “Pink Floyd andi”. Þá fóru þeir félagar á velheppnað heimstónleikaferðalag og árið eftir gáfu þeir út “Delicate Sound of Thunder” og náðu sú plata hátt á vinsældarlistum. Í kjölfarið kom út “The Division Bell” og var yfir henni þessi gamli góði Pink Floyd andi og fékk sú plata ágætis viðtökur.
Seinna árið 1995 gáfu þeir út tvöfalda tónleikaplötu að nafni “Pulse” og var henni vel tekið. En þó var Waters alltaf enn illur út í félaga sína fyrir að henda honum úr hljómsveitinni í endann. Og er það svo þannig statt í dag að Syd Barret er enn ruglaður og ver deginum í að mála og hefur aldrei snúið sér aftur að tónlistinni vegna veikinda sinna.