Paul McCartney
Paul McCartney fæddist á Walton Road spítalanum í Rice Lane í Liverpool þann 18. júní 1942. Foreldrar hans hétu Mary og James McCartney. Bróðir hans, Michael fæddist 18 mánuðum seinna. Móðir hans starfaði sem ljósmóðir og dó árið 1955 útaf brjóstakrabbameini. Dauði hennar hafði djúp áhrif á Paul. Faðir Paul var bómullarsölumaður og áhugamaður um Jazz.
Paul náði 11-plús prófinu árið 1957 og komst í Liverpool Institude sem var þá þekktur framhaldsskóli. Einn dag á leiðinni í skólann kynntist hann yngri nemanda að nafni George Harrison. Annar góður vinur hans hét Ivan Vaughan bauð Paul með sér í The
Woolton Parish Church Fete sem var í kirkju St. Peter's. Þar var kynntist Paul dreng að nafni John Lennon sem var að spila þarna með skifflehóp sem kallaði sig The Quarry Men. Paul spilaði baksviðs á gítar fyir John og bauð honum að ganga til liðs við hljómsveitina.
Eftir að Paul gekk til liðs við hljómsveitina urðu meiri og meiri breytingar. Paul benti John á að George væri góður gítarleikari og gekk hann til liðs við þá. Meira varð um rokklög hjá þeim og vildi Paul fara að semja lögin sjálfur. Þeir John og Paul byrjuðu saman að semja efni og ekki vantaði uppá hæfileikana.
Þó að John væri foringi hópsins var Paul sá sem hafði meiri líkur á að ná einhverjum árangri og vann mikið fyrir því. Paul skipti úr gítar yfir í bassa árið 1961 þegar Stu Sutcliffe hætti í hljómsveitinni. Lög eftir Paul og John sömdu þeir mest snemma á bítlaferlinum. Eftir að þeir komu niður fæti þá gerðu þeir lögin sjálfir en ákvöddu að hafa “Lennon/McCartney” áfram í lýsingum á lögunum. Á meðan John fór meira út í rokkið fór Paul útí rómantísk lög eftir áhrifin frá Hollywood söngleikjum. Lög eins og Yesterday, Michelle, When I'm Sixty-Four og Lovely Rita eru týpísk McCartney lög.
Paul virtist vera meira menningarlegri en hinir bítlarnir. Þegar bítlarnir fluttu til London bjó Paul áfram í borginni á meðan hinir kusu að búa í risastórum húsum. Paul fór í leikhús og safnaði myndum eftir listamenn á borð við Magritte. Langtíma kærastan hans, Jane Asher kenndi honum að meta myndlist. Eftir fimm ára rómantík slitu þau sambandinu sem var mikið áfall fyrir fjölmiðlana.
Eftir að Brian Epstein fann látinn í ágúst 1967 var Paul ákveðinn í að láta hópinn halda áhuganum á tónlistarferli sínum og fékk þá til að taka upp bíómyndina Magical Mistery Tour. Varð rifrildi á milli John og Paul útaf þessu atviki og hélt hann að hann væri að reyna að verða leiðtogi hópsins.
Árið 1968 byrjaði samband á milli Paul og Lindu Eastman og gifti parið sig í mars 1969. Paul ættleiddi dóttur Heather dóttur Lindu og eignuðust þau þrjú börn saman þau Mary, Stellu og James. Þegar verið var að taka upp Let it Be myndina rifust Paul og George nokkrum sinnum sem varð til þess að George labbaði út á endanum. Eftir smá sannfæringu sneri George aftur en var hljómsveitin ekki söm. Paul varð reiðari þegar hinir bítlarnir settu Allen Klein yfir Apple fyrirtækinu á móti óskum Paul.
Eftir fyrstu sólóplötu sína sem hét McCartney hætti hann í bítlunum útaf tónlistarlegum breytingum. Paul stofnaði hljómsveitina Wings fljótlega með honum og Lindu konu sinni á hljómborði. Paul tók nokkrar plötur upp og einnig kom hann nokkrum sinnum fram í sjónvarpi eftir þetta.