George Harrison George Harrison
George Harrison fæddist 25. febrúar 1943 í Liverpool. Foreldrar hans hétu Louise og Harold Harrison og hann átti tvo bræður sem hétu Harry og Peter og einnig átti hann systir sem bar nafnið Louise. George gekk í skóla með Peter bróðir sínum sem hét Dovedale Primary School. Í september 1954 varð hann nemandi við stofnun í Liverpool. George var ekki góður nemandi miðað við að segja frá skólanum sem “versta tíma lífs hans”.

George varð mjög snemma áhugamaður um tónlist. Móðir hans keypti fyrsta gítarinn hans handa honum þegar hann var 13 ára gamall og stofnaði hann með Peter bróðir sínum og besta vini sínum Arthur Kelly hljómsveit sem hét The Rebels sem lifði ekki lengi. Þegar George var sendur í burtu frá stofnuninni fékk hann starf sem rafvirkjalærlingur. Þrátt fyrir það hafði hann mun meiri áhuga fyrir tónlistinni sinni heldur en að verða rafvirki. Hann fór í áheyrnarprufu fyrir hljómsveitina Rory Storm & The Hurricanes sem þá hét Alan Caldwell's Texans. George fékk samt pláss í Les Stewart Quartet.

Í kringum þennan tíma vingaðist George við Paul McCartney sem fór með honum í strætó nr. 86 í skólann. Paul var meðlimur hljómsveitarinnar The Quarry Men ásamt John Lennon. Snemma árið 1959 var The Quarry Men næstum ekki til. Þegar Ken Brown meðlimur í Les Stewart Quartet ásamt George lenti í rifrildi við Stewart gekk hann með honum út benti hann honum á að þeir ættu að hafa samband við John og Paul til að vita hvort þeir gætu gengið í hljómsveitina þeirra. Í ágúst kom The Quarry Men aftur saman og voru þá meðlimirnir Paul, John, George og Ken. Annað rifrildi í október sama ár varð til þess að Ken fór úr hópnum.

Árið 1960 var kominn nýr trommari og nýtt nafn, The Beatles, eða Bítlarnir og Pete Best. Bítlarnir fóru til Þýskalands árið 1960 til að spila á litlum klúbb sem hét Indra Club. Bítlarnir spiluðu svo á keppinautaklúbbnum Top Ten og eigandi Indra Club var þá ekki mjög glaður. Hann opinberaði það að George væri bara 17 ára og hefði ekki vinnuleyfi. George var því neyddur til að fara aftur til Englands.

Næstu árin á hápunkti Bítlanna voru Paul og John með mestu athyglina útaf lögunum þeirra. George fannst þeir vera að hindra hann því honum fannst að hinir tóku ekki verkin hans alvarlega. Þrátt fyrir það sýndi hann fljótlega hversu öflugur textahöfundur hann var. Dæmi um lög eftir hann eru I Need You og You Like Me Too Much á plötunni HELP!, Think For Yourself og If I Needed Someone á Rubber Soul plötunni og einnig á hann lögin Taxman, Love You Too og I Want To Tell You á Revolver, þetta er samt bara brot á verkum hans.

Nú var George farinn að finna fyrir sér sem textahöfundur. George hitti módelið Pattie Boyd og þau giftust 21. janúar. Næstu tvö ár voru merkileg fyrir George, að utanskildu hjónabandi vingaðist hann við gítarleikarann Eric Clapton. Einnig hitti hann tvo menn sem breyttu lífi hans alveg, sá fyrri var Ravi Shanka og sá seinni var Maharishi Mahesh Yogi. Eftir að George hitti þessa tvo menn frá austri hafði það hyldjúp áhrif á tónlistarferil hans og einnig hafði það áhrif á andlegt líf hans. Shankar kynnti hann fyrir indverskri tónlist og lærði hann að spila á sitar. Maharishi Mahesh Yogi kenndi honum um háspekilegar lækningar sem voru honum gagnlegar og indversk heimspeki veitti honum innblástur. Hann ferðaðist til Bombay í janúar 1968 til að taka upp lög fyrir plötuna Wonderwall með indverskum tónlistarmönnum. Nú var George yfirfulli af hrósi og var ekki til í að vera í aftursætinu í öllu sem tengdist Bítlunum. Seinni lögin hans í Bítlunum voru til dæmis Within You, Without You, Blue Jay Way, While My Guitar Gently Weeps, Piggies, Here Comes The Sun og Something.

Hann gekk útaf sviðinu við upptökur á Let it Be myndinni útaf þrættingi við Paul í janúar 1969. Þegar hann sneri aftur ákvað hann að koma aldrei fram á sviði aftur með Bítlunum. Paul náði að sannfæra hann um að sýnast fyrir allmenningi í síðasta skipti á þaki Apple byggingarnar. Ekki mikið löngu eftir þetta voru Bítlarnir ekki lengur til og George Harrison tók upp plötuna All Things Must Past.

George kom fram í ágúst 1971 á Madison Square Garden, hann var umkringdur stjörnum þar á meðal Ringo Starr, Bob Dylan, Eric Clapton, Billy Preston, Badfinger og Ravi Shanka.

Árið 1974 fór George í tónleikaferð um Norður-Ameríku og hélt uþb. 50 tónleika . Á meðan á tónleikaferðinni stóð lenti hann í hjónabandserfiðleikum. Konan hans hélt framhjá honum með besta vini hans, Eric Clapton. Þau skildu árið 1977


Á meðan á þessu stóð var George í ástarsambandi með Oliviu Arias. Olivia fæddi son þeirra Dhani 1. ágúst 1978 og giftust þau sama mánuð. 1980 kom George nokkrum sinnum fram á sviði og í sjónvarpi og var hann í hljómsveitinni The Travelling Wilburys. Meðlimir í hljómsveitinni voru Bob Dylan, Jeff Lynne, Tom Petty, Roy Orbison og George. Plata þeirra var gefin út 1988.

George Harrison dó úr lungnakrabbameini þann 29. nóvember 2001.

Heimildir: http://www.beatlesbeats.com/