Það þekkja allir alvöru clasic rock fans lögin “Sweet home Alabama”, “Free bird” og “Thuesdays’ gone” með Lynyrd Skynyrd en saga sveitarinnar er mörgum hulin og mykklar ranghugmyndir um sveitina.
Saga sveitarinnar hefst árið 1964 þegar söngvarinn Ronnie Van Zant, gítarleikararnir Gary Rossington og Allen Collins, trommarinn Robert “Bob” Burns og bassaleikarinn Larry Junstrom stofnuðu hljómsveitina The noble five.
Sveitin spilaði saman næsta árið eða þangað til Larry Junstrom hætti, í hanns stað kom Leon Wilkeson.
Sveitin tók upp nafnið My backyard en fljótlega var því breitt í Lynyrd Skynyrd. Þetta furðulega nafn var notað til að bögga íþróttakennarann þeirra félaga, sá hét Leonard Skinner og hataði stráka með sítt hár og lét þá finna fyrir því.
1968 fékk svo heimurinn að heyra frá sveitinni í fyrsta skipti, þegar þeir gáfu út fyrstu smáskífuna. Hún kom út í litlu upplagi og seldist ílla, fólk var ekki alveg að fíla þessa rokkuðu útsetningar á hefðbundinni Suðurríkja-bluegrass tónlist.
Árið 1969 vann Lynyrd Skynyrd stóra hæfileikakepni í heimabæ sínum Jacksonville í Flórida, í kjölfar þess gáfu þeir út tveggja laga smáskífu sem hlaut svipuð örlög og sú fyrri.
Árið 1970 hættu meðlimir sveitarinnar í skóla til að helga sig tónlistinni, leigðu sér æfingahúsnæði, sögðu upp samningnum við útgáfufyrirtækið sem gaf út smáskífurnar þeirra og réðu Billy Powel (var rótari hjá LS) sem bassaleikara.
1971 Hætti Bob Burns og í hanns stað kom trommarinn Rickey Medlocke. Ed King (úr hinni stórskemmtilegu sveit Strawberry alarm clock) var líka ráðin sem gítarleikari. Rickey Medlocke var frekar ósamstarfsþíður maður og hætti, að sagt var, í sveitinni einu sinni í viku. Honum var endanlega sparkað 1973 og Bob Burns fenginn aftur.
Árið 1973 voru Lynyrd Skynyrd orðnir vel æfðir og samhæfðir, þeir spiluðu sitt rokkaða bluegrass í bland við blús og voru orðnir þekkt local band, sérstaklega fyrir langar djam-sessions á tónleikum þar sem allir þrír gítarleikararnir nutu sín til fullnustu.
Það var þetta sem dró Al nokkurn Kooper á tónleika LS. Al Kooper var útsendari MCA hljómplötuútgáfunnar og hreifst strax af sveitinni og bauð þeim plötusamning.
Lynyrd Skynyrd skipuðu þá Ronni Van Zant söngvari, gítarleikararnir Gary Rossington, Allen Collins og Ed King, bassaleikarinn Leon Wilkeson, trommarinn Bob Burns og orgelleikarinn Billy Powell.
Þeir gáfu út “Pronounced Leh-nerd Skin-nerd”. Þektasta lag þeirrar plötu er snilldin “Free bird”. Platan sló hressilega í gegn, seldist grimmt, fékk frábæra dóma og voru liðsmenn LS sæmdir gullplötu fyrir stikkið.
Til að gera hlutinna enn æfintíralegri kom MCA sveitinni að sem upphitunarhljómsveit fyrir The Who sem var á hinu stórbrotna Qoadrophenia tónleikaferðalagi.
En héldu LS í hljóðver og tóku upp plötuna “Second helping” sem kom út 1974 og skartaði m.a. “Sweet home Alabama”. “Second helping” seldist enn betur en “Pronounced…” og lennti í tólfta sæti ameríska metsölulistans og skilaði LS annarri gullplötu. Ed King og Bob Burns hættu og kom Artemis Pyle í stað Burns.
1975 túruðu LS um Bretland og gáfu út “Nuthin’ fancy” sem fór inn á top 10 og náði gulli.
1976 voru Lynyrd Skynyrd með stæðstu nöfnunum á Knebworth Festival í Bretlandi ásamt Rolling Stones. Eftir það túruðu þeir með Stones og gáfu út tvær plötur, stúdíóplötuna “Gimme back my bullets” og live plötuna “One more from the road” og skörtuðu þeir þar nýjum gítarleikara, Steve Gaines.
Stúdíóplatan náði gulli en seldist ekki eins vel og fyrri plötur LS en live platan seldist tonnum saman og náði margfaldri platínusölu.
1977 kom út platan “Street survivors” sem náði í platínu plötu.
En þegar Lynyrd Skynyrd voru að hefja tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir skullu einhverjar mestu hörmungar rokksögunnar á. Sveitin var um borð í flugvél á leið á tónleika þegar vélin bilaði og hrapaði nálægt Gilsburg í Mississippi.
Ronnie Van Zant, Steve Gaines, systir hanns Cassie (ein af bakraddasöngkonum LS) og tónleika umboðsmaður sveitarinnar Dean Kilpatrick, létust samstundis. Rossington, Collins, Powell og Wilkeson slösuðust alvarlega og var vart hugað líf næstu vikurnar.
Þegar þeir voru allir komnir til heilsu aftur gáfu þeir út plötuna “Skynyrd’s first and last” sem innihélt upptökur frá árunum 1970 til 1972. Sú plata seldist grimmt og náði platínu. Eftir það var Lynyrd Skynyrd formlega lögð niður.
Árið 1979 kom út safnplatan “Gold & platinum” sem náði tvöfaldri platínuplötu.
Árið 1980 stofnuðu eftirlifandi meðlimir sveitarinnar, fyrir utan Artemis Pyle, The Rossington-Collins band sem gaf út tvær plötur sem fengu góðar viðtökur.
Pyle stofnaði The Artemis Pyle band.
Árið 1982 kom út platan “Best of the rest” sem inni hélt óútgefið efni og sjaldgæfar upptökur með Lynyrd Skynyrd.
Slysin hættu ekki að hrjá fyrrum meðlimi LS því Allen Collins lennti í bílslysi árið 1986. Unnusta hanns dó en hann lamaðist fyrir neðan mitti. Collins dó svo árið 1990 úr lungnabilun.
1987 ákváðu Garry Rossington, Billy Powel, Ed King, Artemis Pyle og Leon Wilkeson að minnast þess að tíu ár voru liðin frá slysinu og koma saman aftur undir merkjum Lynyrd Skynyrd.
Mykill vinur sveitarinnar og fyrrum meðlimur The Rossington-Collins band, Randall Hall var fenginn sem þriðji gítarleikarinn. Þegar kom að því að finna arftaka Ronny Van Zant þurfti ekki að leita langt. Ronny átti tvo bræður, Donny og Johnny sem báðir voru söngvarar. Ronny talaði oft um að Johnny væri besti söngvari í heimi og var Jonny Van Zant því fenginn til að syngja.
LS fóru á stórt tónleika ferðalag og gáfu út tvöfalda live plötu, “Southern by the grace of god” ásammt fríðu föruneiti m.a. Donny Van Zant. Meira að segja var hinn lamaði Allen Collins einn af pródúsentunum.
Árið 1991 fóru svo LS í stúdíó og gáfu út fyrsta nýja efnið í 14 ár, hét afraksturinn einfaldlega “Lynyrd Skynyrd”.
1993 hætti Artemis Pyle og kom Curt Custer í hanns stað. Það ár kom líka út platan “Last rebel”.
1994 kom út platan “Endangered species” og var hún aquistic plata og innihélt bæði ný og gömul lög.
Árið 1995 hætti Ed King vegna veikinda. Rickey Medlocke, sem var trommari LS 1971-’73 kom í hanns stað sem gítarleikari árið 1996. Hughie Thomasson kom líka sem gítarleikari sama ár.
1997 gáfu LS út plötuna “Twenty” og fylgdu henni eftir með heimsreisu. Michale Cartellone var ráðinn trommari 1998, en LS höfðu verið með gestatrommuleikara síðan Curt Custer hætti árið 1996. ’98 kom líka út live platan “Lyve from Steeltown” sem inniheldur tónleikaupptökur af nýjum og gömlum lögum með LS.
1999 kom út platan “Edge of forever” og henni fylgdi stórt tónleikaferðalag.
Árið 2000 kom út stúdíóplatan “Then and now” og jólaplatan “Christmas time again”.
Árið 2001 túruðu þeir um Bandaríkin þver og endilöng með Deep Purple og Ted Nugent.
Lynyrd Skynyrd eru ennþá starfandi og þess má til gamans geta að þeir eru nýbyrjaðir í tónleikaferð.
Ég mæli sérstaklega með heimasíðunni þeirra -> www.lynyrdskynyrd.com