Nú hef ég stundað þetta gullaldaráhugamál svolítið og er mjög ánægður. Þó finnst mér skrítið að ég hef ekki séð greinar frá neinu öðru tímabili en gullaldartímabili rokksins (kannski ekki orðið var við þær?). Er þetta áhugamál eingöngu fyrir rokkara?
Ég hef dálítið fundið fyrir því viðhorfi hérna að aðeins rokkhljómsveitir frá árunum 1960-1980 geti talist til hljómsveita er tengja má við gullaldartímabil (hef meira að segja séð hiphop aðdáendur blammeraða fyrir að nefna hiphop hljómsveitir í ákveðnum þráðum, þrátt fyrir að þær séu klárlega áberandi partur af gullaldartímabili hiphop tónlistar). Mér finnast vera til fleiri gullaldartímabil en “þetta eina”. Það að halda því fram að aðeins meigi tengja rokkhljómsveitir frá fyrrnefndu tímabili við hugtakið “gullöld” finnst mér sýna mikla fáfræði um tónlist.
Mér finnst t.d. sjöundi áratugurinn (60's) mikið gullaldartímabil í soul tónlist. Eins finnst mér áttundi (70's) mikið gullaldartímabil í funk tónlist. Níundi áratugurinn (80's) finnst mér gullaldartímabil í electropoppi. Að lokum finnst mér tíundi áratugurinn gullaldartímabil í hiphop tónlist og raftónlist reyndar líka (þótt mér finnist það gullaldartímabil ekki búið). Ég tek það fram að ég aðhyllist þessar tónlistarstefnur ekkert meira en aðrar (og jafnvel ekki) og hef mjög gaman af þessu tiltekna tímabili í rokki.
Með þetta að baki langar mig að varpa fram spurningunni, er þetta áhugamál bara fyrir klassískt rokk? Eða er mér óhætt að skrifa um t.d. Al Green, James Brown, Sly Stone, Gary Numan, Human League, Kraftwerk, Public Enemy, N.W.A., Sven Väth, Aphex Twin og fleiri sem mér finnast bera af á ákveðnum gullaldartímabilum án þess að fá yfir mig svívirðingar og hreinar rangfærslur?
Ef aðeins er um eitt gullaldartímabil er að ræða verð ég að stinga upp á því að þetta áhugamál breyti nafni sínu í “Klassískt Rokk”, annað finnst mér fáfræði og hrein óvirðing við tónlist.
Hvað finnst ykkur?
Góðar stundir.
Góðar stundir.