Cat Stevens eða Stephen Demetre Georgiou fæddist þann 21 júlí árið 1948. Pabbi hans er grískur og mamma hans sænsk.
Hann var sendur í kaþólskan skóla þar sem honum var kennt ýmislegt um gott og vont og lífið sjálf. Honum var kennt að hata allt sem við kemur Tyrkjum, þar á meðal Islam vegna þess að faðir hans var grískur.
Foreldrar hans fluttu svo til London og byrjuðu að reka
veitingastað.
Þar lærði Stephen á píanó en sneri sér síðan að gítar.
Hann byrjaði á því að spila þjóðlagasöngva á pöbbum og kaffihúsum undir nafninu Cat Stevens.
Fljótlega tók umboðsmaðurinn Mike Hurst eftir hæfileikum hans og
sumarið 1966 tók Stevens upp demó og kom honum á samning með Deram Records.
Þegar hann var 19 ára gaf hann út plötuna “Matthew And Son”. Þetta var pop-rock plata sem sló í gegn í Bretlandi og innihélt
lagið “I Love My Dog”
Árið 1970 gaf hann út “Tea for the Tillerman” sem innihélt lögin
“Wild World” of “Father and Son”. Þessi plata varð mjög vinsæl og komst í fyrsta sæti á Bandaríska vinsældarlistanum.
Árið 1971 kom platan “Teaser and the Firecat” sem varð líka mjög vinsæl. Hún innihélt friðar lagið “Peace Train”. Útfrá þessari plötu kom út barnabók og stuttmynd.
Bróðir Stevens fór til Ísrael árið 1973 og kom með heim Kóraninn sem minjagrip. Steven var heillaður af bókinni og fór að íhuga múslimska trú.
Hann gaf út eitthvað af fleiri lögum þar til árið 1977 ákvað hann að snúa sér algjörlega að islamskri trú.
Hann gaf út síðustu plötuna sína árið 1978 sem
heitir “Back to Earth”.
En núna í dag heitir hann Yusuf Islam útaf því að hann ákvað að gerast múslimi.
Þetta gerðist mjög skyndilega einmitt þegar hann
var á toppi frægðarinnar.
En hann hefur verið að gefa eitthvað út af trúarlegum lögum nýlega
Cat Stevens sagðist aldrei vilja vera stjarna.
Cat Stevens er að mínu mati einn af mestu snillingum síðustu aldar. Lögin hans eru frábær.
Uppáhalds lögin mín með honum eru:
Moonshadow, Another Saturday Night, Peace Train, Wild World,
Can't keep it in og Morning has broken.