Ég mundi nú ekki segja að þetta áhugamál sé “fórnarlamb þeirra sem halda að á 7. og 8. áratugnum hafi bara verið til 5 hljómsveitir og tónlistarmenn/konur en ekki 500!”. Ég hafna t.a.m. ekki öllum greinum sem innihalda annað efni en um Bítlana, Led Zeppelin eða Pink Floyd nema að síður sé. Hins vegar verður að viðurkennast að ákveðnar hljómsveitir eru einfaldlega vinsælli/þekktari en aðrar, og því ekkert skrítið að mesta umfjöllunin sé um þær. Nýleg grein um CCR, sem að er ekki hljómsveit sem allir þekkja, en flestir þekkja lög með, er dæmi um grein sem ekki tekur þátt í ofsóknum á hendur áhugamálinu eins og þú virðist halda að allar greinar gera. Ég stefni að því einhvern tímann að skrifa grein um The Zombies, sem að ég held að fáir hafi heyrt um (allavega enginn sem ég hef spurt), King Crimson og/eða Wings (sem að ég held að hefur örfáum sinnum verið nefnd hérna). Svo þýðir heldur ekkert að vera sívælandi um skort á efni um óþekktari hljómsveitir, en skrifa svo ekkert sjálfur ;) Þannig að þið sem teljið ykkur hafa þekkingu, skrifið endilega um hljómsveitir eins og Small Faces og Velvet Underground, ég mun ekki hafna þeim :)
Og að lokum, minn topp fimm listi eins og hann er þessa dagana:
5. It's a Hard Life - Queen. Í augnablikinu er þetta lag fulltrúi Queen á listanum, og kemur í stað Bohemian Rhapsody. Yndislegur söngur Freddie Mercury og frábært lag í alla staði
4. Since I've Been Loving You - Led Zeppelin. Kemur í stað Stairway to heaven. Eitthvað svo frábært við þetta lag, og söngurinn, gítarinn, bassinn og trommurnar smella fullkomlega saman.
3. Bítlalög. Ég get ekki gert upp á milli þeirra, en til að nefna nokkur, þá eru það m.a.: For No One; Sgt. Peppers eins og hann leggur sig; Here, There and Everywhere; In My Life; I Am the Walrus o.s.frv. o.s.frv.
2. Shine on You Crazy Diamond - Pink Floyd. Heldur öðru sætinu, og ekki að ástæðulausu. 25 mínútur af tærri snilld, og þarf aðeins að lúta í lægra haldi fyrir einu af systkini sínu
1. Comfortably Numb - Pink Floyd. Toppsætið frá fyrri listanum var ekki í neinni hættu, þetta lag er einfaldlega besta lag sem nokkurn tímann hefur verið samið. “Lagið var á The Wall, og atriðið með því í myndinni er með þeim flottustu í henni. Þetta lag er hreinn unaður frá upphafi til enda, og inniheldur flottasta gítarsóló sögunnar að mínu mati. Allt við þetta lag er svo flott, textinn, lagasmíðin (hljómagangurinn er ekki flókinn en svo mikil snilld) og svo eitt það flottasta, öskrið í kringum þriðju mínútu, söngurinn, einfaldlega allt. Þetta lag á svo sannarlega toppsætið skilið að mínu mati.” Þetta skrifaði ég á síðasta lista, og þetta á ennþá við.
geiri2