Áður en ég byrja er rétt að taka það fram að ég samdi hana ekki sjálfur. Hún birtist í Kerrang! í mars 2000, en þar sem mér finnst þetta skondin grein ákvað ég að gera úrdrátt úr greininni og senda hann hingað inn.
Síðan 1960 hefur djöfladírkun verið af mörgum talin jafn ómissandi partur af rokkinu og Gibson gítarar og Marshall magnarar. Hljómsveitir allt frá The Beatles og Led Zeppelin til augljósari dæma eins og Marlyn Manson hafa verið sterklega orðaðar við djöfulinn og “The occult” þ.e. hið yfirskilvitlega og drungalega.
Fyrsta sagan af þessu fór af stað þegar blúsgoðið Robert Johnson var sagður hafa selt djöflinum sál sína á krossgötum í miðju Mississippi fylki til að verða fullkomin tónlistarmaður. Tónleikagestir sem sáu hann kvöldið eftir sögðu hann hafa “spilað líkt og andsetinn væri, fingur hanns hlupu rauðglóandi yfir gítarinn og hann gólaði eins og hundar helvítis væru á eftir honum.” Næstu árin ferðaðist Johnson um suðurríki Bandaríkjanna og á meðan breiddist sagan um sálarsöluna og dró ekki úr frægð Johnsons. Hann dó árið 1938, 47 ára að aldri, úr eitrun. Talið var að eiginmaður einnar ástkvenna hanns hafi eitrað fyrir honum. Staðreindin að ekki er vitað hvar hann er grafinn bætir lífi í söguna um djöfulinn og Robert Johnson.
Í kring um 1960 komst það mjög í tísku að “being dabbling with the dark side” eins og það var orðað meðal tónlistarmanna. 1965 gerði John Lennon nærri út um frekari framavonir The Beatles í U.S.A. með því að segja The Beatles vinsælli en Jesús. Tveimur árum seinna höfðu The Beatles mynd af Aleister Crowley á Sgt. Peppers plötunni. Crowley þessi var þekktur “Occultist” og djöfladírkandi.
Jim Morrison úr The Doors var sagður hafa gifst Patricia Kennely að Wicca sið.
Jafnvel The Beach Boys áttu mikið samneyti við sjálfan Charles Manson (áður en hann fór að éta fólk býst ég við)
En það voru sammt The Rolling Stones sem voru sem mest í djöflapælingum. Meðan allir aðrir voru á kafi í ofskynjunarlyfjum og psychedelic hugleiðingum eiddu Mick Jagger og Keith Richards sínum stundum með rithöfundinum, kvikmyndagerðarmanninum og djöfladírkandanum Kenneth Anger. Stones tóku um þær mundir upp lagið Sympathy for the devil.
Þessi Anger var félagi í The church of satan sem stofnuð var 1966 af Anton LaVey. LaVey vann sér það til frægðar að skrifa The satanic bible og vera um stund ástmaður Marilyn Monroe. LaVey fyrirleit hippamenninguna og var því ekki hrifinn af því þegar hippar lögðu undir sig heimaborg hanns, San Francisco. 8. ágúst 1969 hélt LaVey djöflamessu þar sem hann lagði bölvun sína yfir hippamenninguna. Sama kvöld réðist Manson fjölskyldan inn í hús í Los Angeles og drap fimm mans.
Meðal þeirra var Sharon Tate, eiginkona Roman Polanski. Polanski var þá í London í lokavinnu við myndina Rosemary´s Baby, þar sem Anton LaVey kom fram í hlutverki sjálfs djöfulsins!
6. desember héldu Rolling Stones risatónleika á Alamont speedway track, skammt utan við San Francisco. Stemningin þar var eldfim frá byrjun og að lokum sauð uppúr milli æstra áhorfenda og gæslumanna á tónleikunum, sem allir voru meðlimir Hell´s Angels mótorhjólagengisins. Einn áhorfandinn dró upp byssu og fór að veifa henni. Gæslumennirnir stukku á áhorfandann, börðu hann hrottalega og stungu til bana. Það var gósentíð hjá fjölmiðlum að tengja saman morðið á áhorfandanum, bölvunina sem Anton Lavey lagði á hippamenninguna og Manson morðin. Ekki minkaði gleði þeirra þegar út spurðist að áhorfandinn var drepinn meðan Stones voru að spila lagið Sympathy for the devil!
Þegar hippatíminn fjaraði út og samhengið milli rokktónlistar og djöfladírkunar styrktist komu fram tvær hljómsveitir sem fengu guðhrædda ameríkana til að skjálfa á beinunum, þetta voru Led Zeppelin og Black Sabbath. 1969 komst sá orðrómur í hámæli í Los Angeles að þrir meðlima Led Zeppelin hefðu undirritað samning með blóði sínu um að djöfullinn fengi sálir þeirra í skiptum fyrir “overnight success”. John Paul Jones neitaði að vera með í samningnum en neitaði ekki tilvist samningsins. Það gerðu hinir þrír ekki heldur. Eins og þeir sem eiga Led Zeppelin 4 vita heitir platan ekki neitt, í staðin fyrir plötunafnið á umslaginu og plötunni sjálfri eru fjögur tákn, þau eiga að vera einhverskonar djöflatákn meðlimana, eru hönnuð af djöfladírkendanum Austin Osman Spare og sáust oft á bolum, hljóðfærum og öðrum útbúnaði sveitarinnar. Jimmy Page kom oft fram á tónleikum í bol sem á stóð 666. Hann gerðist meira seigja svo djúft sokkinn að hann keipti húsið sem Aleister Crowley (kemur fram ofar í greininni) bjó í við Loch Ness vatn í Skotlandi.
Allir hugarar á gullöldinni vita um velgengni LZ en hún var ekki þrautalaus. Undarlegir atburðir fóru að gerast og fór sú saga á kreik að hljómsveitin hefði krækt sér í bölvun um leið og þeir undirrituðu samninginn.
Fljótlega fóru meðlimum hljómsveitarinnar að berast morðhótanir og undarlegt fólk kom til þeirra og vildi ræða við þá. Hljómsveitarmeðlimir réðu sér þá her af lífvörðum. Húsvörðurinn í húsi Jimmy Page framdi sjálfsmorð eftir stuttan tíma í starfi, hann hafði verið ráðinn því forveri hanns varð geðveikur eftir að hafa unnið í húsinu.
1975 slösuðust Robert Plant og kona hanns alvarlega í bílslysi á Grikklandi og 1977 dó sonur þeirra úr “Respiratory illness” (Ef einhver getur þýtt þetta er viðkomandi beðin að senda mér skilaboð!!!). Og árið 1980 seig endanlega á ógæfuhliðina þegar John Bonham dó. Eftir þann atburð lét Jimmy Page sig hverfa um tíma og mátti þreita langa baráttu við eiturlyfjafíkn sína.
1970 gaf Black Sabbath út sína fyrstu plötu, með sínu dulúðlega byrjunarlagi og töldu margir bjölluna sem þar glymur vera að hringja inn til djöflamessu. Ástæðan fyrir dulrænum textum í sumum laga Black Sabbath er að Geezer Butler, bassaleikari, hafði mikin áhuga á “The occult” og eru flestallir textar sem benda til djöfladírkunar eftir hann.
Í greininni er langt viðtal við Butler þar sem hann segist hafa verið að lesa bækur eftir Aleister Crowley og Denis Wheatley. Black Sabbath meðlimir sjást á mörgum gömlum myndum með stóra krossa um hálsin, ástæðan fyrir þeim er sú að sögn Butler að þeir neituðu að spila á einhverji samkomu hjá wicca nornum, þær lögðu álög á þá og pabbi Ozzy bjó til þessa krossa til að halda álögunum í burtu.
Þegar gullöldin fjaraði út komu svo aðrar rokksveitir og gengu enn lengra í því að markaðsetja sig sem djöfladírkun. Kiss átti að þíða Knights In Satans Service að sögn ofsatrúarmanna, aðalega í U.S.A. og AC/DC var víst Away from Christ/the Devil Comes og svo mátti lengi telja. Að mínu mati er þetta djöflatal komið út í öfgar svona í seinni tíð, þó að sumar hljómsveitir eins og Tipe-O-Negative og Cradle of filth séu helvíti góðar.
Að lokum smelli ég inn viðtalinu við snillinginn Ozzy Osbourne sem var í þessarri grein, þar sem hann var spurður um djöfladírkun og kynni sín af Anton LaVey.
“I've never been into black magic. I had my tarrot cards read once, messed about with a oujia board for a good years ago, and that was it. The thing is, Sabbath was just this broke jazz-blues band living in a smog belching industrial town who rehearsed oppostite a cinema wich showed horror films. When we got to amerca, the manager said to us ”They've had a procession for you in San Francisco to launch the album“. We just thougth …what the fuck!? It was than Anton LaVey guy who had this fucking carnival in our honor, with this white Rolls Royce and people dancing in the street. We didn't realice who Anton LaVey vas. We didn't know he was the fucking high priest of black magic. It had nothing to do with us at all. What happend after that is that we kept on getting these fucking strange people turning up at the shows talking to us about stuff we didn't fucking get at all. I mean, we're from Aston near Birmingham and we don't know the fucking first thing about that shit!!”