1967
Desember: “Creedence Clearwater Revival” stofnuð af John Fogerty, Tom Fogerty, Stu Cook og Doug Clifford sem höfðu verið starfandi undir ýmsum nöfnum síðan 1959.
1968
Júní: Fyrsta platan, Creedence Cleearwater Revival gefin út, nær gullsölu og gefur CCR í aðra hönd sína fyrstu milljón ($). Fyrstu tveir singlarnir Suzy Q I og II, og I Put A Spell On You/Walk On The Water gefnir út.
1969
Janúar: Önnur platan, Bayou Country gefin út, selur yfir milljón eintök og eignast CCR sína fyrstu platínu. Proud Mary/Born On The Bayou einnig gefin út, fyrsta gull smáskífan.
Apríl: Bad Moon Rising/Lodi gefin út, önnur gull smáskífan.
Júlí: Green River/Commotion gefin út, þriðja gull smáskífan.
Ágúst: Þriðja platan Green River gefin út, nær annarri platínu þeirra félaga.
Október: Down On The Corner/Fortunate Son gefin út, fjórða gull smáskífan.
Nóvember: Fjórða platan, Willy & The Poorboys gefin út, þriðja platínan.
1970
Janúar: Travelin Band/Who´ll Stop The Rain gefin út, fimmta gull smáskífan
Apríl: Fyrsti Evrópu túrinn, CCR fær óvænt hrós og góða gagnrýni frá evrópskum blöðum. Up Around The Bend/Run Through The Jungle gefin út, sjötta gull smáskífan.
Júlí: Fimmta platan, Cosmos´s Factory gefin út, selur yfir 3 milljón eintök, fjórða platínu salan. Lookin Out My Backdoor/Long As I Can See The Light gefin út, sjöunda gull smáskífan.
Desember: Sjötta platan, Pendulum gefin út.
1971
Janúar: Have You Ever Seen The Rain/Hey Tonight gefin út, áttunda gull smáskífan.
Febrúar: Tom Fogerty segir skilið við bandið til að hefja sóló feril.
Júlí: Sweet Hitch-hiker/Door To Door gefin út, ellefta smáskífan. CCR hefur Risa U.S. túr.
Október: Annar Evróputúrinn.
1972
Febrúar: Túr um Ástralíu og Japan
Mars: Síðasta smáskífan gefin út, Someday Never Comes/Tearin´ Up The Country
Júlí: Creedence Clearwater Revival hættir störfum.