Ég ákvað að gera um þetta grein þar sem meiri líkur eru á að fleiri lesi hana en ef ég geri einungis svar við korki. En allavega, í kork hér stingur Munky upp á því að hafa Lag dagsins eins og verið hefur á rokk. Mér líst mjög vel á þetta, en þar sem að ég er upptekinn um þessar mundir (ég er því miður ekki búinn að klára Bítlalagakönnunina, en ég vona að mér takist að klára þetta áður en ég fer í frí) og lýsi því eftir hugurum sem að eru tilbúnir í að sjá um þetta með minni aðstoð. Það sem að þú þarft ef að þú vilt taka þátt í umsjóninni er:
-Yfirgripsmikil þekking á tónlistinni sem þetta áhugamál fjallar um, og helst að þekkja til fleiri hljómsveita en þeirra allra stærstu
-Áhuga á því að bæta þetta áhugamál
-E-ð sem ég gæti verið að gleyma, en ég mun tiltaka seinna :)
Hafið samband við mig í skilaboðum ef þið hafið áhuga á þessu, eða hafið einhverjar spurningar um þetta. Ef að margar umsóknir berast inn, mun ég líta yfir umsóknirnar og athuga hvað hugarinn hefur verið að athafast hér upp á síðkastið, og reyna einhvern veginn að velja réttu aðilana (með hjálp annarra notenda (og ef þið hafið hugmyndir um aðferð til þess, svarið þá hérna)).
Kveðja,
geiri2