jaah ef Black Sabbath á ekki heima á gullöld þá veit ég ekki hvað;Þ
Best of Black Sabbath hefur að geyma alla rokk sögu Black Sabbath (BS) eins og hún leggur sig í tveimur diskum.
Disc I
Byrjunarlagið er “Black Sabbath” og er nokkur hefð að hafa lag sem heitir sama nafni og bandið sem fyrsta lagið, það lag rann vel í gegnum mig enda heyrt þða oft og mörgu sinnum. Fyrri diskurinn er einfaldlega fyrstu þrír diskarnir og hefðu þeir geta gefið út best of disk með þessum lögum einum. Ég stekk nú yfir í “NIB” sem er hrein og tær snilld, og ég stóð ég mig að því að raula með : “ My name is Lucifer please take my hand ” og vil ég mæla með þessu lagi fyrir alla rokkara.
3 lögum seinna kemur “Paranoid” syrpa eða það er röð laga sem samanstendu af : Warpigs, Paranoid, Planet Caravan, Iron Man, fairies wear boots og Electric Funeral. Klassísk lög, þarf ekki að segja meira um þau. Lög 12-16 eru af Master of reality og er það að mínu mati besta tímabil þeirra.
Disc II
Seinni diskurinn spannar nokkur lög með Ozzy en flest eru þau með Dio, öðrum söngvara BS sem gerði nokkur ágæt lög en þá er það allt upptalið. Hann á nokkur klassísk lög eins og “ Sabbath Bloody Sabbath ”, “ Heaven And Hell ” og eitthvað meira. Ég fíla bara ekki Dio og tel að þeir hefðu einfaldlega átt að hætta eftir að ozzy fór.
btw: Bæklingurinn með Best of… er skyldulesning því hann spannar alla sögu BS og segir frá öllu ruglinu hjá þeim