Deep Purple voru einir af þeim sem byrjuðu á harða rokkinu. Lögin Black night, Hush, Child in time og Smoke on the water eru þau lög sem mætti segja að hafi ollið þessum gríðarlegu vinsældum sem Deep Purple fékk í Bretlandi og Ameríku. Þeir eru nýbúnir að fagna 25 ára afmæli sínu og þeir eru ennþá á fullu.
Hljómsveitin innhélt þá..:
Ian Gillan (söngur)
Roger Glover
Ian Paice (trommur)
Steve Morse (gítar)
Don Airey (hljómborð… (man ekki rétta orðið))
Hljómsveitin byrjaði árið 1968 undir nafninu “Roundabout”. En síðan breyttu þeir því náttúrulega í Deep Purple. Síðan fóru þeir að taka upp smá skífu, “Hush/One more rainy day” sem kom innihélt fyrsta slagara hljómsveitarinnar, eða lagið Hush. Hljómsveitin coveraði síðan lagið “Kentucky Woman” með Neil Diamonds, áður en þeirra fyrsta breiðskífa kom út, “Shades of Deep Purple”. Platan náði góðum árangri og ákváðu þeir þá að gefa út “The book of Taliesyn” eins og fljótt og hægt var. Þeirri plötu gekk líka vel og Deep Purple voru farnir að ná vinsældum.
Nokkrar aðrar plötur sem þeir gáfu út:
Shades of Deep Purple
The Book of Taliesyn
Deep Purple
Deep Purple in Rock
Fireball
Machine Head
Who Do We Think We Are
Burn
Stormbringer
Come Taste the Band
Perfect Strangers
The House of Blue Light
Slaves & Masters
The Battle Rages on…
Purpendicular
Abandon
Smáatriði um meðlimi Deep Purple:
Ian Gillan fæddist 19. ágúst 1945 í Honslow, Middlesex í Stóra Bretlandi.
Roger Glover fæddist 30. nóvember 1945 í Brecon, Suður Wales, Stóra Bretlandi.
Steve Morse fæddist 28. júlí 1954 í Hamilton OH.
Don Airey fæddist í Sunderland, Englandi.
Ian Paice fæddist 29. júní 1948 í Nottingham, Stóra Bretlandi.
Hann byrjaði að spila á fiðlu en ákvað síðan þegar hann var 15 ára að spila á trommur.
Hann fór í hljómsveit með pabba sínum áður en hann fór í harða rokkið.