Queen var stofnuð árið 1971 og árið 1973 skrifuðu þeir undir plötusamning við EMI. Það sama ár gáfu þeir frá sér sína fyrstu plötu, QUEEN. Það sama ár fóru þeir á sitt fyrsta stóra tónleikaferðalag um England, og árið 1974 gáfu þeir frá sér QUEEN II og um leið fóru þeir á sitt fyrsta tónleikaferðalag þar sem að mikil fjölmiðlaathygli beindist að þeim. Þeir fóru á sinn fyrsta túr um Bandaríkin, og í nóvember gáfu þeir frá sér Sheer Heart Attack sem sló í gegn.
Árið 1975 gáfu þeir frá sér A Night At The Opera sem innihélt smellinn og meistarastykkið Bohemian Rhapsody. Þar sem að það var yfir 5 mínútur hefði það átt að vera of langt fyrir að það myndi vera vinsælt í útvarpinu en það varð eitt af þeirra bestu lögum allra tíma, og var í fyrsta sæti í Englandi í níu vikur. Myndbandið, leikstýrt af Bruce Gowers, hefur oft komið á stórum topplistum og var nýlega kallað það besta lag sögunnar. A Night At The Opera hafði mikilli velgengni að fagna og náði yfir platínusölu.
Árið 1976 fóru þeir á túr um Bandaríkin og Japan og um vorið voru allar 4 plöturnar komnar inn á topp 20 í Englandi. Seinna það ár kom út ný plata með þeim sem bar heitið A Day At The Races, og þeir héldu tónleika sem var ókeypis inn á í Hyde Park og söfnuðust þar saman yfir 200,000 aðdáendur. Platan sló algjörlega í gegn, pantanir á henni voru yfir 500,000. Ári seinna fóru þeir á tvo stóra túra um Bandaríkin, sjötta albúm sveitarinnar, News Of The World og hin klassíska A hlið, We Will Rock You og We Are The Champions.
Árið 1978 kom frá þeim platan Jazz, og innihélt sú plata smellinn Bicycle Race og í kjölfarið fór Queen á tónleika um Bandaríkin og Kanada. Þeir eyddu miklum tíma af árinu 1979 á tónleikarferðalagi um Evrópu og Japan, á meðal þess að gefa frá sér sitt fyrsta live albúm, Live Killers. Það var einnig haft samband við þá um að semja titillagið fyrir myndina Flash Gordon. Fyrir það gáfu þeir frá sér The Game árið 1980 sem fór fimm sinnum í platínusölu einungis í bara Kanada! Another One Bites The Dust varð þeirra söluhæsta smáskífa í Ameríku. Seinna það ár var lagið fyrir Flash Gordon gefið út og í lok ársins hafði Queen selt yfir 45,000,000 plötur um allan heim.
Árið 1981 fóru þeir á tónleikaferðalag um Austurlöndin og voru þeir fyrsta hljómsveitin sem fór á túr um Suður Ameríku. Þeir spiluðu fyrir 131,000 manns í Sao Paolo, stærsta áhorfendatala sem einhver hljómsveit hefur nokkurn tíma spilað fyrir. Greatest Hits, Greatest Flix og Greatest Pix voru gefnar út seinna á árinu og Greates Hits hefur sjaldan dottið út af Breska tónlistarlistanum. Næsta ár kom út tólfta plata hljómsveitarinnar, Hot Space, á meðan þeir voru staddir á tónleikaferðalagi um Evrópu.
1984 kom The Works út og smáskífan Radio Ga Ga lenti í 1.sæti í 19 löndum. Annar smellur var lagið I Want To Break Free, sem var líka eitt þeirra frægasta myndbanda, þeir voru allir klæddir eins og dragdrottningar. Árið 1985 voru tónleikar þeirra í Rock In The Rio stórviðburður, stærstu tónleikar sem voru haldnir í heiminum. Þeir náðu aftur að koma sér á spjöld sögunnar með glæsilegri framkomu á Live Aid tónleikunum á Wembley Stadium, sem sýndi miklar breytingar fyrir hljómsveitina, þeir fluttu One Vision í fyrsta skipti á Live Aid tónleikunum.
Árið 1986 kom út 14.platan þeirra, A Kind Of Magic, sem var titillagið fyrir myndina Highlander eftir Russel Mulcahy. Lagið varð enn ein smellurinn og platan fór beint í toppsætið í Englandi; seinna það ár kom út önnur live plata þeirra og fór beint í þriðja sætið. Á árunum 1988-1991 gaf Queen frá sér þrjár aðrar plötur, The Miracle árið 1989 og Innuendo og Greatest Hits árið 1991. Allar þrjár plöturnar fóru í toppsætið í Englandi, og jafnframt lagið Innuendo. Þann 23.nóvember 1991 tilkynnti Freddie Mercury heiminum að hann væri með alnæmi og daginn eftir dó hann á heimili sínu, umkringdur fjölskyldu sinni og vinum. Hann er talinn mesti missir af þessum hræðilega sjúkdómi í skemmtanabransanum og aðdáendur um allan heim voru miður sín. Til að varðveita minningu hans var gefin út tvöföld smáskífa með lögunum Bohemian Rhapsody/These Are The Days Of Our Lives og var ágóðinn gefinn til Terence Higgins Trust. Smáskífan fór beint á toppinn í Englandi, þar sem að það var kyrrt í 5 vikur, og safnaði yfir £1,000,000 fyrir málefnið og Queen varð fyrsta hljómsveitin sem hafði sama lagið fara á toppinn á topplista tvisvar sinnum. Í desember það sama ár hafði Queen 10 plötur á topp 100 í Bretlandi. Árið 1992 fékk Freddie BRIT-verðlaun fyrir “Framúrskarandi framlag til Breskrar tónlistar” og Days Of Our Lives vann sem besta lagið. Þann 20.apríl komu saman margar stjörnur ásamt Brian, Roger og John á tónleikum í Wembley fyrir mjög tilfinningasamt framlag til Freddie.
Árið 1995 voru lögin sem Queen höfðu byrjað á á árinu 1991 fullkláruð af Brian, Roger og John og hið langþráða Made In Heaven var gefið út um allan heim. Þetta var endir tímabils. Síðan þá hefur fyrirbærið af Queen haldið sinni stöpu, samt sem áður, með áframhaldandi sölu var gefið út á geisladiskum og video. Ballettónlist var búin til af tónlist þeirra af hinum fræga franska danshöfundi Maurice Bejart og var frumsýnt í hinu alþjóðlega leikhúsi í París árið 1997 og söngleikurinn We Will Rock You var frumsýndur í West End í London og varð uppselt strax og er ennþá í gangi. Fyrsti DVD diskur með Queen, Greatest Hits Vol.1, var gefinn út í lok október 2002 og enn ein útgáfa frá Queen náði að fara á toppinn í Bretlandi. Einnig í október fékk Queen stjörnu á Hollywood Walk Of Fame, Los Angeles, slóst í för með Bítlunum sem tvær einu ekki bandarísku hljómsveitir hafa fengið. Í þakklæti spiluðu Biran May of Roger Taylor á fyrstu Queen tónleikunum sem hljómsveitin hefur leikið á í Bandaríkjunum seinustu 20 ár.