George Harrison fæddist 25.febrúar 1943, og þar með yngsti Bítillinn. Og eini Bítillinn þar sem að þar var enginn skilnaður eða dauðsfall í æsku hans, hann átti tvo bræður, Harold Jr. og Peter, og eina systurm Louise. Harold, faðir hans, var rútubílstjóri og móðir hans húsmóðir, sem allir krakkarnir í hverfinu þekktu og líkaði við.
George fór í Dovedale grunnskólann, tveimur árum á eftir en John Lennon, og svo í Liverpool skóla, einu ári á eftir Paul McCartney. Hann sýndi uppreisnareðli sitt ungur að aldri, neitaði að klæðast skólabúningum og gekk í gallabuxum og lét vaxa á sig sítt hár. Foreldrar hans voru mjög strangir og liðu ekki þessa virðingarlausu framkomu og George fór að haga sér eftir reglunum.
Seinna stofnuðu George og bróðir hans hljómsveit en þar sem að þeir voru svo ungir þurftu þeir að laumast út úr húsinu til að leika á sínum fyrstu tónleikum.
George og Paul tóku sama strætóinn í skólann, og fundu fljótlega að þeir höfðu það sameiginlega að hafa mikinn áhuga á tónlist og gíturum. Þeir eyddu löngum stundum heima hjá hvor öðrum að æfa sig á gítar. Árið 1956 kynnti Paul hinn horaða George fyrir Quarrymen, sem var aðeins 14 ára á þeim tíma. Ekki nógu gamall til að ganga til liðs við hljómsveitina, hékk George með strákunum og fór að dýrka John, og gerði allt til að líkjast honum. George var baksviðs á öllum tónleikunum þeirra með gítarinn sinn. Nokkrum sinnum fyllti hann upp í skarðið fyrir gítarleikarann sem mætti ekkert alltaf, og strákarnir voru vel boðnir heim til George til að æfa sig, sem kvatti til þess að Mimi frænka John varð reið. Smám saman varð George meðlimur af hljómsveitinni, hljómsveitin hafði þá breytt nafninu í Johnny and the Moondogs.
Frá byrjun vinsælda Bítlanna, söng George jafnmikið og John og Paul. Þar sem að lög Lennon og McCartney urðu heimsfræg, fór George að einbeita sér meira að því að semja lög líka. Fyrsta Bítlalagið sem samið var af George var Don't Bother Me. George varð mjög alvarlegur tónlistarmaður sem lagði hart að sér til þess að fullkomna leik hans. Einbeiting hans að gítarleiknum var gríðarleg, sérstaklega borið saman við villtan leik John og Paul á sviði.
George missti næstum af stærstu framkomu Bítlanna í Ameríku, The Ed Sullivan Show, 9.febrúar 1964 af því að hann var með hálsbólgu. George var ávallt “þögli Bítillinn”. En það var Harrison sem var fyrstur að koma lagi á toppinn eftir að Bítlarnir hættu með laginu “My Sweet Lord”, árið 1970 en voru lagðar ákærur á Harrison fyrir að hafa “hálfmeðvitað stolið” laginu “He's So Fine” frá The Chiffons og var hann dæmdur sekur árið 1976. Jafnvel þótt að hlédrægi og rólegi persónuleiki hans hafi gert honum erfitt fyrir vegna persónutöfra hinna Bítlanna, gátu fáir neitað því að George var ómissandi hluti af Bítlunum.
Á upptökum árið 1965 á myndinni “Help!”, komst Harrison í kynni við sítar, þá fór hann að læra um Hindu trú og heimspeki. Tónlistin breyttist, Harrison þáði boð Ravi Shankar, frægur Indverskur tónlistarmaður, um að láta hann kenna sér á sítar og George ferðaðist oft til Indlands til þess að auka þekkingu sína í Austurlenskri heimsspeki. Skoðanir George á lífinu breyttust að eilífu. Ásamt því að Bob Dylan kom Bítlunum í kynni við LSD komust þeir einnig í kynni við þau í Indlandi og hafði það mikil áhrif á þá og afraksturinn varð Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band.
George hafði alltaf verið smá pirraður yfir því að Lennon og McCartney fengu mestu athyglina í hljómsveitinni vegna lagasmíða sinna(Þótt Harrison hafi samið lög eins og “Something”, “While My Guitar Gently Weeps” og “Here Comes The Sun” ásamt öðrum) og þegar Bítlarnir hættu kveiknaði í honum mikill áhugi á lagasmíði. Hann færðist inn í plötuframleiðslu (Hann stofnaði Dark Horse Records árið 1974) og vann með öðrum tónlistarmönnum (Eins og Bob Dylan og Eric Clapton). Harrison slóst í lið með Phil Spector til þess að koma á framfæri sinni fyrstu plötu eftir að Bítlarnir hættu, sú plata fékk heitið All Things Must Pass og kom út 1970. Þessi plata sannaði að George hafði mikla hæfileika sem lagasmiður, tónlistarmaður, tónskáld og framleiðandi.
Plötur George eftir þessa var ekki alltaf vel tekið af gagnrýnendum. Harrison stofnaði kvikmyndafyrirtæki árið 1978 sem fékk heitið HandMade Films og það framleiddi eftirminnilegar myndir eins og Monty Python's Life Of Brian og Time Bandits, hann kom fram í mörgum myndum. Hann spilaði og framleiddi margar plötur fyrir aðra tónlistarmenn. Hann vann svo með Bob Dylan, Tom Petty, Jeff Lynne og Roy Orbinson til þess að stofna the Traveling Wilburys. Fyrir alla sína vinnu og erfiði var George heiðraður af Billboard's Century Award árið 1992. (Hann hefur einnig fengið 6 Grammy verðlaun og Óskar sem hann vann ásamt hinum Bítlunum). Árið 1996 vann Harrison með Paul McCartney og Ringo Starr og er það samstarf einmitt á The Beatles Anthology.
George var mikill reykingamaður og lést úr krabbameini 29.nóvember árið 2001, hann var 58 ára gamall.