Meðlimir og staða þeirra: John lennon
Fæddist þann 9. október 1940 - og var drepinn því miður árið 1980
Paul McCartney
Fæddist þann 25.febrúar 1942 og er enn á lífi
George Harrison
Fæddist þann 25.febrúar 1943
Ringo Starr
F. 7.júlí 1940
_________________________________________________ _________________
Upphaf Bítlanna má rekja til 6.júlí 1957 þegar 14 ára stráklingur að nafni Paul McCartney fór ásamt góðum vini sínum á kirkjuhátíð í Woolton, eitt úthverfa hafnarborgarinnar Liverpool. Megintilgangurinn með ferðinni hafði verið að skoða sætar stelpur en breyttist eitthvað við komuna. Hljómsveitin Quarrymen var á sviðinu þegar Paul kom á svæðið. Gítarleikarinn vakti sérstaka athygli hans og þeir tóku tal saman. Upp úr krafsinu kom sameiginlegur áhugi þeirra á amerískum rokkurum eins Eddie Cochran, hvers lag Twenty Flight Rock…Paul spilaði fyrir John. Þar með var samband tveggja þekktustu og bestu lagahöfunda fyrr og síðar hafið. (þetta las ég í dagbók Bítlanna eftir Barry Miles)
George Harrison kom til liðs við sveitina í lok ársins 1957 í gegnum Paul, en þá vantaði ennþá góðan gítarleikara. Eftir nokkurra ára fikt og sífellt vesen á trommurum, enn þrátt fyrir það var þeim boðið að fara til Hamborgar árið 1960 . Vandamálið, vandamálið með trommara hélt áfram þar en George Harrison leysti það á síðustu stundu með því að fá mann að nafni Pete Best…þetta reddaðist kvöldið fyrir brottför. Á þessum tíma spilaði vinur John, Stu Suthcliffe, hæfileikaríkur listmálaranemi á bassann. Hann var því ver og miður ekki eins góður með strengina á bassanum og pensilinn. En það gerði lítið til þar sem lögin voru tiltölulega einföld enn sem komið var.'Aður enn lagt var upp í þessa þýskalandsfer voru þeir einungis búnirað spila á klúbbum í englandi. ‘A þessum tíma voru George, John og Paul ekkert sérlega ánægðir með þá bakkabræður, Suthcliffe og Best. Suthcliffe hætti samt nokkrum mánuðum eftir þessa fyrstu ferð í Hamburg og sneri sér aftur að listnámi. Hann lést árið 1962 úr heilablóðfalli…þess má geta að kona Suthcliffe var sú sem skapaði hina frægu “bítlagreiðslu”.
Pete Best átti hinsvegar, eins og trommurum einum er lagið (skot á Loga vin minn), erfitt með að mæta á tónleika og þá var oft kallað á trommara frá öðru bandi að nafni Ringo Starr.
Eftir að þeir komu aftur til Englands var farið til London og aðeins stefnt á eitt…FRÆGÐ, þeir báðu um að fá að spila í Cavern klúbbnum og fengu fast pláss á þar. Eiganda hljómplötuverslunar og umboðsmaður nokkura banda í borginni, Brian Epstein, var bent á að líta á strákana. Hann varð alveg yfir sig ástfanginn af þeim og tók þá að sér. Tryggði þeim áheyrn hjá Decca útgáfunni sem gekk hinsvegar ekki vegna þess að stjórinn þar sagði að gítarsveitir væru að verða úreldar. Enn eftir þetta fer Epstein með prufutökuna til George Martin upptökustjóra EMI/Parlophone sem eftir smá íhugun ákvað að veita þeim tækifæri. Þeir slógu í gegn en þurftu að skipta um trommara. George Martin hafði litla trú á þessum fyrrum trommara Rory And The Hurricane’s (semsagt Ringo). Eftir fyrsta prufuferli sannfærðist Martin þó að síst verra yrði að Ringo léki á trommur á plötunni. Fyrst unnu þeir England, þá Ameríku og loks heiminn.
John Lennon var síðan drepinn fyrir utan hús sitt þann 8.Desember 1980. Þann 29 Nóvember 2001 Dó annar bítill að nafni George Harrison af völdum, úr heilaæxli, krabbameini í hálsi og lungum af völdum reykinga…Ringo og Paul eru hins vegar enn á lífi!
______________________________________________ __________________
Plötur The Beatles:
Nafn
Please Please me
Whit The Beatles
A hard day's night
Beatles for sale
Help!
Rubber Soul
Revolver Oldies
Stg.pepper's lonely hearts club band
The Beatles
Yellow Submarine
Abbey Road
Let it be
Best of the Beatles 1962-1966
Best of the Beatles 1967-1970
Rock'n'roll
Star Club
Hollywood Bowl
Love Songs
Hey Jude
Rarities
Ballads Reel Music
20 Greatest Hits
Past Master I
Past Master II
Anthology 1
Anthology 2
Anthology 3
The Beatles 1 (þessi rauði)
síðan eru til milljón diskar sem eru um John Lennon, líka margir endurgefnir diskar sem ég taldi ekkert extra miklilvægt að tala um.
Þeir hafa einnig gert 4 kvikmyndir sem ég veit um og þær heita :
The Beatles : A Hard Day's Night sem kom út árið 1964
The Beatles : Help sem kom út árið 1965
The Beatles : The Macical Mystery Tour sem kom út árið 1967
The Beatles : Yellow Submarine sem ég mæli sérstaklega með…er algjör snilld, kom út árið 1968
_____________________________________________________ _____________
Athugið að 1 smáskífa Bítlana Love Me Do / P.S. I Love you ko út þann 11.september 1962
Takk fyrir mig og vonandi getur einhver skemmt sér yfir þessu!!!
Annars bara takk fyrir mig Dii!!!