Jæja, nú langar mig að koma af stað enn einni topplistaumræðunni :) og mér datt í hug að taka saman lista yfir fimm bestu rokklög allra tíma að mínu mati. Og ég byrja á fimmta sæti:
5. Bohemian Rhapsody - Queen: Eitt af þeim allra flottustu (enda líka í fimmta sæti ;) ) þar sem saman kemur frábær texti og frábært lag. Lagið eins og flestir vita skiptist í kafla, og er hver öðrum betri þó að ég haldi persónulega mest upp á fyrsta kaflann. Var nýlega valið lag aldarinnar að mig minnir hjá einhverju tónlistartímariti
4. Stairway to Heaven - Led Zeppelin: Þetta lag þekkja nú allir og er þetta það lag sem prýðir svona topplista oftast. Lagasmíðin er einfaldlega það flott, og sólóið hjá Page er með þeim flottustu. Ég set það ekki efst, því að mínu mati á þetta enn eftir að batna…
3. All You Need Is Love - The Beatles: Eina lagið með The Beatles á þessum lista mínum þar sem að lögin í efstu tveimur eru einfaldlega þau bestu að mínu mati (en samt met ég The Beatles meira en hina). Þetta lag markaði tímamót, fyrsta beina sjónvarpsútsendingin að mig minnir, og lagið færði heiminn saman. Útsetningin er svo gífurlega flott, með strengjum og alles, að þetta lag á vel heima á topp þremur
2. (og nú fer spennan að aukast) Shine on You Crazy Diamond - Pink Floyd: Þetta lag, ólýsanlegt. Það ætti vel heima í toppsætinu ef þeir hefðu ekki gert eitt lag sem að mínu mati er ennþá betra. Lagið er í níu hlutum, og er samtals um 25 mínútur að lengd. Það er um Syd Barrett, einn stofnenda hljómsveitarinnar sem því miður fór yfir um á geði. 25 mínútur ef hreinni snilld
Og nú er komið að því, sæti númer eitt………….
1. Comfortably Numb - Pink Floyd: Já, meistararnir í Pink Floyd verma toppsætið með lagið sem að mínu mati er það besta í allri rokksögunni. Lagið var á The Wall, og atriðið með því í myndinni er með þeim flottustu í henni. Þetta lag er hreinn unaður frá upphafi til enda, og inniheldur flottasta gítarsóló sögunnar að mínu mati. Allt við þetta lag er svo flott, textinn, lagasmíðin (hljómagangurinn er ekki flókinn en svo mikil snilld) og svo eitt það flottasta, öskrið í kringum þriðju mínútu, söngurinn, einfaldlega allt. Þetta lag á svo sannarlega toppsætið skilið að mínu mati.
Vitur maður sagði eitt sinn, “Auglýsingar hafa gert mátt sterkustu lýsingaorða að engu”. Ég hef því tekið upp nýtt lýsingaorð sem aðeins má nota þegar eitthvað er yfir mörkum sterkustu lýsingaorða sem fyrirfynnast nú í málinu. Þetta lýsingaorð er orðið “fnóm” og fær hvert einasta lag á þessum lista mínum lýsinguna fnóm, nema Comfortably Numb, það fær tvö fnóm