Jæja, innblásinn af korki RaggaS ákvað ég að segja mína skoðun á þessu máli, þ.e. hvort að vinsældartónlist dagsins í dag eigi eftir að fá séráhugamál hér á huga eftir 30-40 ár….
Svarið við því að mínu mati er NEI. Einfaldlega vegna þess að munurinn á tónlist dagsins í dag og þess sem fjallað er um á þessu áhugamáli er að þessi tónlist hefur í sér sál, hún er ekki bara samin af einhverjum Svíum á popptrippi eða aflitiðum Þjóðverja á kókaíni. Tónlistin sem er vinsæl núna skilur ekkert eftir sig, ég man ekki hvað síðasti hit Limp Bizkit hét og ég á engar minningar við Linkin Park. Þessu er hins vegar öfugt farið með þá tónlist sem hér er fjallað um. Ég man eftir því þegar ég heyrði Sgt. Peppers LHCB í fyrsta skipti, þegar ég heyrði Shine on you crazy diamond og Stairway to heaven. Í hvert skipti sem ég set Bítlaplötu yfir geislann (ææææ, þetta hljómaði nú betur í gamla daga :) ) vakna upp minningar. Strawberry fields forever mun ávallt eiga sess í huga mínum og endurspeglar nær heilt sumar hjá mér. Og ég, sem var ekki einu sinni fæddur þegar þessi tónlist var samin, get rétt ímyndað mér þær minningar sem tengjast tónlistinni hjá fólki sem uppi var á þessum tíma. Því ólíkt nútímatónlistinni er þessi tónlist samin frá hjartanu eins og áður er sagt frá og ef tónlist vekur ekki upp tilfinningar hjá höfundi, getur hún ekki vakið upp tilfinningar hjá neinum.
Hugsið ykkur, á meðan fólk af '68 kynslóðinni ornar sér á elliheimilinu hlustandi á Mamas and the Papas, Bítlana o.s.frv., mun æskan sem nú gengur á landinu hlusta á Nelly, Ja Rule, Limp Bizkit og Britney Spears