Ég ákvað aðeins að skrifa hérna um gítarsnillinginn Mark Knopfler og hljómsveitina Dire Straits og plötur þeirra í stuttu máli…….
Mark Knopfler er fæddur í Glasgow í skotlandi þann 12 ágúst 1949.
Þegar hann var ungur hafði hann alltaf mikinn áhuga á tónlist yfir höfuð.Og á unglings árum safnaði hann sér fyrir sínum fyrsta gítar og það var Hofner Super Solid sem kostaði 50 pund sem var mikill peningur á þessum tíma.En taka má fram að Mark Knopfler er sjálflærður á gítar og notar enga gítarnögl.
Og eftir skamma stund byrjaði hann að spila með einhverjum strákum í skólanum og hlustaði mikið á gítarleika eins og James Burton og Jimi Hendrix og fleiri.
Hann ákvað að stofna hljómsveit með bróðir sínum og
góðum vinum sinum(John Illsley) og þeir ákvöðu að kalla sig Café Racers en það breyttist fljótlega í Dire Straits og byrjuðu að spila saman árið 1976-1977.
Áður en þeir fengu miklar vinsældir tóku þeir upp demo disk með lögum eins og Sultans of Swing og fleiri lögum og í stuttu máli þá hlustaði Mark Knopfler oft á útvarpsþátt
sem kallaðast Honky Tonk og hljómsveitin ákvað að senda manninum sem spilaði mjög góðar plötur að mati Mark´s og maðurinn sem var með þáttinn byrjaði að spilla demo lögin í útvarpinu og útgáfufyrirtæki fengu mikinn áhuga á þessum lögum og hljómsveitin
skrifaði fljótlega undir samning hja fyrirtækinu Vertigo.
Ég set lög sem eru á plötunum í sviga sem eru sérstaklega góð og mæli eindregið með að
þið sem hafið ekki heyrt mikið með Dire Straits/Mark Knopfler ættuð að hlusta á þau lög.
Árið 1978 gáfu þeir út sína fyrstu plötu sem einfaldlega kallaðst
Dire Straits(Sultans of Swing,Down to the waterline,Wild west end)
Vinsælasta lagið Sultans of Swing varð stór smellur um allan heim!
Níu mánuðum seinna árið 1979 kom platan Communiquésem var
voðalík fyrstu plötunni en náði ekki þeim vinsældum eins og fyrsta platan og gagnrýnendur gáfu henni ekki voða góða dóma,,,en að mínu mati finnst mér þetta frábær plata.(Once upon a Time in the West,news,Lady Writer,Angel of Mercy.)
Árið 1980 gáfu þeir út plötuna Making Movies(Tunnel of Love,Romeo and Juliet,Skateaway)sem er algjör snilld,en á þessari plötu
þá hætti David Knopfler sem rythem gítarleikari en hæfileikar hans Mark byrjuðu að þróast meira sem textahöfundur og spilaði rythem og lead á plötunni.þessi plata sló í gegn og ekkert meira um hana að segja.lög á borð við Romeo and juliet lætur mann hreinlega fá tár í augun…Juilet when we made love you used to cry þvílik orð.
Tveim árum seinna árið 1982 gáfu þeir út plötuna Love over Gold(telegraph road,private invastgation,love over gold)
Þessi plata er frekar ólík þeim fyrri plötum,,meiri effectar og vinna með hljóð á ýmsa vegu,Aðeins eru 5 lög á plötunni en þau er öll mjög löng.lag eins og telegraph road sem er 14.15 mín sem er hrein fegurð og gítarspilið,píanóið fær fólk til að líða vel.
Private Invastgation sem er mjög flott gítar lag,,,svona spanio,að mínu mati er þetta ein af þeim bestu plötunum.
þeir fengu nýjan gítarleikar að nafni Hal Lindes sem spilaði rtyhem,platan er mjög góð
og náðu mjög miklum vinsældum í Bretlandi.
Svo var það sprengjan sem kom út árið 1985 - Brothers in Arms(Money for Nothing,Brothers in Arms,Why Worry.)
Öll lögin eru alveg frábær og þetta er örugglega án efa besta verk þeirra.Platan slóg algjörlega í gegn og seldist í
26 miljónum eintaka,var sérstaklega vinsæl í Bretlandi og seldist þar í 4.2 miljónum.Lagið Money for nothing
er örugglega þekktasta lagið þeirra,fyrir utan kannski Sultans of Swing en lagið er með þvílikt flottum gítar rifum
varð algjör smellur um allan heim.Hal Lindes var ekki með á þessari plötu en gítar goðið Knopfler spilaði nátturlega
bara báða gítarana,ekki málið.Ef þið eruð að íhuga að fara kaupa einhverjar plötur á næstunni ekki láta þessa framhjá ykkur fara!
6 árum seinna eftir stanslausa tónleika ferðalög þá gáfu þeir út plötuna On Every Street árið 1991
(On Every Street,Fade to Black,Planet of New Orleans)
en þessi plata fékk ekki nærum jafnvel góðar viðtökur á borð við hinar plötur þeirra sem ég skil
ekki alveg,platan er kannski ekki eins rokkaðar og hinar en mjög góð plata.En þetta varð hin seinnasta
plata frá þeim félögum í Dire Straits.(Mark Knopfler,John Illsley,Alan Clark,Guy Fletcher)
Dire Straits/Mark Knopfler hafa selt samtals 105 miljónir plata allt í allt.!!!
sem er alveg ágætt myndi ég segja :)
Eftir að Dire Sraits hættu fór Mark Knopfler að vinna í sinum eigin plötum sem eru frekar í rólegri kanntinum,allar mjög góðar plötur.
Þau bera nöfnin:
1996 Golden Heart(Darling Pretty,Golden Heart,Rudiger)
2000 Sailing to Philadelphia(What It Is,Sailing to Philadelphia,Silvertown Blues)
2002 A Ragpicker's Dream(Devil Baby,Hill Farmer's Blues,Daddy's Gone to Knoxville)
Mark knopfler hefur eining samið tónlist(instrumental) fyrir kvikmyndir og hér er listi yfir þær.
Local Hero(Going Home,)Cal(Irish Boy ,The Long Road )
The Princess Bride(I Will Never Love Again,Storybook Love ),Last Exit to Brooklyn(A Love Idea ,Last Exit to Brooklyn)
Wag the Dog,Metroland,Shot at Glory,(Sons of Scotland).
Eining tók hann upp plötu með country manninum Chet Atkins sem kallast Neck and neck(Poor boy blues,there´ll be some changes made)
Og var eining í hljómsveit sem kallaðast The Notting Hillbillies sem ég þekki ekki nóg of mikið til að segja ykkur frá :(
Mark Knopfler hefur unnið með og verið á tónleikum með stjörnum á borð Eric Clapton,Bob Dylan,
Chet Atkins,Van Morrison og mikið fleiri.
Þeir sem fýla Knopfler og spila mikið á gítarinn þá er þetta skemmtilega síða til að skoða
http://www.gibson.com/whatsnew/pressrelease/2002 /aug12a.html
Nýlega Lenti Mark Knopfler í þvíliku óhappi að kona á smábíl keyrði á hann á mótorhjólinu sínu þegar
hann var á leiðinni að fara æfa fyrir tónleikaferðalagið sitt TDR(the ragpickers dream tour)og braut
6 rifbein,axlarbrotnaði,viðbeinsbrotnaði ;( .En hann fékk þó að fara heim snemma frá spítalanum.
Látu þér batna Mark og ég og fleiri hérna á huga vonum að sjá þig í sumar á tónleikaferðalaginu :)
upplýsingar sambandi við tónleikaferðalagið má finna hér:
http://www.mark-knopfler-news.co.uk/frameset.html í dates.
Jæja ef þið hafið eitthvað við að bæta eða eitthvað rangt hja mér hérna endilega látið mig vita og
ég læri af minum mistökum :P