Þessari grein er ætlað að sýna fram á nokkrar staðreyndir sem fæstir vita um mál Rubin “Hurricane” Carter. Norman Jewison gerði myndina eftir að hafa heyrt snilldarlag Bob Dylan, en leikstjórinn fór langt yfir strikið í að fegra málstað Carter.

1. Í myndinni er sýnt þegar Rubin ,,bjargar“ vini sínum frá meintum barnapervert. Rugl. Staðreyndin er sú að Rubin var 14 ára þegar hann var tekinn fyrir að slá ellilífeyrisþega með kylfu, stela úrinu hans og 55 dollurum. Þetta var hans 4. alvarlega brot en hann var vanur slagsmálahundur og leiðtogi klíku sem kallaði sig Apaches.

2. Það var engin vond lögga að reyna að knésetja Carter frá 11 ára aldri. Vincent DeSimone, Della Pesca í myndinni, sá aðeins um morðrannsóknina.

3. Carter var ekki sendur frá hernum með borða og heiðursmerki. Hann var rekinn þaðan með skömm, fyrir að hlýða ekki fyrirskipunum, munnsöfnuð og að bera ekki virðingu fyrir yfirmönnum sínum.

4. Þegar bíll Carter var stöðvaður hina örlagaríku nótt var hann liggjandi í aftursætinu. Artis (sá sem ók) var blindfullur og þriðji maður sat í framsætinu. Í myndinni spyr Carter einmitt Artis ”have you been drinking? No. “ svarar Artis. Þeir komast vart lengra frá sannleikanum.

5. ”And the all-white jury agreed“ söng Dylan og var lögð áhersla á það í myndinni. Það voru hinsvegar tveir blökkumenn í kviðdómnum.

6. Kanadamennirnir sem hjálpuðu Carter fundu aldrei neina dagbók látins spæjara né var þeim hótað af lögreglu. Þess má til,,gamans” geta að Carter talar ekki lengur við fólkið sem hjálpaði honum að sleppa úr fangelsi.

www.crimemagazine.com/hurricane.htm


É g ætla ekkert að fullyrða um sakleysi eða sekt Carter, en vildi koma þessu á framfæri.

Lag Bob Dylan er einungis byggt á viðtali hans við Rubin Carter og hann var því aðeins að reyna hjálpa……