Það vita allir hver Bob Marley var, allir hafa heyrt einhver lög með honum, en ekki allir fýla tónlistina hans, sennilega vegna þess að fólk nær ekki boðskapnum sem hann er að reyna að bera okkur. En ekki nærri nógu margir hafa minnstu hugmynd um ævi karlsins, né heldur orsakir dauða hans. Ég þykist nú nokkuð fróður um karlinn atarna, og ætla að reyna að deila með ykkur visku minni.
Bob Marley, fæddist 6. febrúar 1945 í litlum bæ sem heitir Nine Miles, í hjartlendi Jamaíka, skýrður Robert Nesta Marley. Faðir hans var hvítur Ofursti í Breska sjóhernum sem hét Oval Marley. Bob hitti pabba sinn ekki oft, og sagði ávalt í blaðaviðtölum að hann hefði aldrei þekkt pabba sinn. Marley flutti einn til Trenchtown hverfis í Kingston um 14 ára aldur, og bjó þar með skyldmennum, þar kynntist hann Peter Tosh og fleiri mönnum sem seinna áttu eftir að stofna með honum The Wailing Wailers, sem var fyrsta hljómsveit Marleys. Fyrsta lagið sem þeir félagar tóku upp hét “One cup of coffee”, eða árið 1961, Marley aðeins 16 ára gamall, ekki varð þetta lag neitt ofboðslega frægt, enda var það keimlíkt öllu því sem að var að gerast í Jamaískri dægurlagamenningu á þessum tíma, tískan kallaðist “Rude boy” og gengu þér félagar í jakkafötum, og voru ofurtöffarar. Ekki leið á löngu áður en Marley kynntist Rastafari trúnni, tók hann þá að safna sér lokkunum sem urðu seinna hans einkennismark. Marley trúði því heitt að Haile Selassie, keisari Eþíópíu, væri Jesús Kristur endurborinn, enda stóð það í Biblíu hvíta mannsins, að sá maður sem kæmi í ættir bæði Jakobs konungs og Davíðs konungs væri hinn rétti endurfæddi Guð. Tók Marley að taka upp lögin “Rastaman chant”, “Lion of Judah”, “Iron Lion Zion”, “Mount Zion”, “We'll be forever loving Jah” og fleiri og fleiri sem voru ákall til Guðs hanns, enda var Marley maðurinn sem er ábyrgur fyrir útbreiðslu þessarar trúariðkunnar, milli landa og heimsálfa.
Bob kynntist snemma Ritu Anderson, sem seinna átti eftir að vera kona Bobs, og ala honum 3 börn. En daginn eftir brúðkaup þeirra flutti Marley til Bandaríkjanna, til móður sinnar, og fór að vinna sem suðumaður á verksmiðjulínu hjá Chrysler bílaframleiðandanum. Það varð stutt dvöl og flutti Marley aftur til Jamaíka til konu sinnar og vina.
Bob var stórhuga maður, og vildi gera tónlist sína víðheyrða, og fór með félögum sínum á fund Chris Blackwell hjá Island records í London, gengu þeir þar inn eins og þær ættu heiminn, og var mikill völlur á þeim, þeir heimtuðu samning og ekkert minna, Chris ákvað að taka áhættuna, bauð þeim byrjendasamning ásamt 3000 pundum til að gera fyrstu plötuna, menn sögðu hann brjálaðann og að hann ætti aldrei eftir að sjá neitt fyrir þessa peninga, nokkrum mánuðum síðar hringir Chris til Jamaíka og spyr drengina hvernig gangi, þeir bjóða hann bara velkominn í heimsókn til að heyra afraksturinn, sem reyndist vera fyrsta platan “Catch a fire”, sem innihélt meðal annars “Concrete Jungle” og “Stir it up”, fyrsta alvöru Reggae platan var orðin að veruleika, alvöru umslag og flottheit, platan seldist einnig vonum framar á Bretlandsmarkaði, og varð hljómsveitin The Wailers, fljótlega eitt allra heitasta bandið, lá nú á að gera aðra þétta plötu, og þeir félagar stóðu sko aldeilis við sitt, gáfu út plötuna “Burnin'” sem innihélt “Get up stand up” “I shot the sheriff” og fleiri, tónleikahöld gengu að vísu frekar illa, vegna þess að Bunny Wailer, vildi helst ekki fara frá Jamaíku, og Peter Tosh var kominn í sinn eigin veruleikaheim. Þeir sögðu sig úr bandinu, og nafninu á því var breytt í Bob Marley and The Wailers. Sólóferill Tosh gekk brösulega, og var hann síðan skotinn til bana heima hjá sér 1984.
Vá …. ég verð sennilega að skrifa 2 - 3 hluta í viðbót …. eruð þið einhvers fróðari ?