John Henry Bonham
”The power behind the magic”
John Henry Bonham, kallaður bonzo fæddist 31. May 1948 Redditch, Worchestershire. Foreldrar hans hétu Jack og Joan, hann átti tvö yngri systkyni
sem hétu Michael og Debbie. Sem smábarn lék hann sér að glamra á pottana og pönnurnar sem mamma hans átti, þar kom í ljós hvað hann vildi gera í framtíðinni.
Hann eignaðist fyrsta snerilinn sinn 10 ára og um 15 ára átti hann heilt trommusett. Þegar hann var 17 ára giftist hann Pat, sem hann hitti á balli í Kidderminster. Peningar voru mikil vandamál hjá þeim í byrjun, og hætti John að reykja í smá tíma fyrir auka peninga. John varð fljótlega sagður vera hávær trommari af eigendum bara. Böndin sem John spilaði í voru Terry and the spiders, A way of life, Crawling king snakes, (með Robert Plant), The Nicky James Movement, Steve Brett and the mavericks, The band of Joy og svo auðvitað Led Zeppelin. The band of Joy var til frá 1966-1968. Eftir að The band of Joy hætti snemma 1968, gekk John til liðs við hljómsveit Tim´s Rose. Í ágúst 1968. Með meðmælingu fóru Robert Plant, Jimmy Page og Peter Grant til Oxford til að heyra John spila og sendu honum ekki minna en 40 símskeyti til John´s áður en hann tók stöðunni sem trommari Led Zeppelin. Eftir að hafa spilað í 12 ár með Led Zeppelin dó hann þann 25. September 1980 í Windsor í Englandi nánar tiltekið á heimili Jimmy Page eftir mikla drykkju.