Led Zeppelin er að mínu mati besta hljómsveitin á Gullöldinni miklu. Árið 1968 fékk Jimmy Page nokkra menn í lið með sér til að safna upp skuldum hljómsveitarinnar Yardbirds sem hann hafði áður verið í og spila á nokkrum tónleikum. Úr því varð Led Zeppelin til. Meðlimir hljómsveitarinnar voru Jimmy Page: Gítar, Robert Plant: Söngvari, John Paul Jones: Bassi/Hljómborð og John Bonham: Trommari. Helstu diskarnir sem hljómsveitin hefur gefið út eru Led Zeppelin I, Led Zeppelin II, Led Zeppelin III, Led Zeppelin IV, Houses of the holy og Physical graffiti. Þeir eru nokkuð fleiri en ég man þá ekki alla í bilinu. Led Zeppelin komu til
Íslands á fyrstu Listahátíð sem haldin var í Reykjavík og héldu eftirminnilega tónleika í Laugardalshöllinni árið 1970. Hljómsveitin sendi frá sér marga smelli, og þar má nefna: Stairway to heaven, Whole lotta love, Comunication breakdown og trommusólóið Moby Dick. Hljómsveitin hætti svo árið 1980 þegar John Bonham drakk sig í hel.
Ég hef ekkert mikið meira að segja um Led Zeppelin, en þetta er þá það helsta sem vita þarf:-)