Hvað finnst ykkur um Ríó? Þeir eru náttlega góðir, féll allt í einu fyrir þeim í vinnunni. Ætli ég hafi dottið eða eitthvað eða stangað rörið sem ég labba alltaf á? Nei… svo þegar ég kom heim fór manneskjan (torpedo sjálf) að grafa í plötuhyllunnni hans pabba og fann þar tvær plötur, verst af öllu og einhverja sem ég hef ekki enn hlustað á. Allavega finnst mér “Verst af öllu” lang fyndnasta lag sem Íslendingar hafa komið niður á pappír, hvort sem það er fín örk eða klósettpappír. “Sólin inn um gluggan gægist, glottir yfir þinni eymd”. Hver kannast ekki við brosandi sól með sólgleraugu sem kíkir inn um gluggan og vekur mann BARA þegar maður vill sofa út… Nei, nei, það er ekki búið þarna… “Laumast heim eitt kvöld með konu….þukla eins og venjan er” Já, já það er satt, en er höfundur að lýsa of miklu?? Nei, það er einmitt þetta sem er svo fyndið… Svo kemur svolítið seinna:“Vita að þegar vakanr aftur/verður allt jafn tómt sem fyrr./ Konan sér í fötin flýtir,/ fer í burtu. Lokast dyr./ Þú ert einn í þínu rusli,/ þessi stund er óðar gleymd.” Miklar pælingar hérna, góðar lýsingar, höfuðpersónan virðist ekki eiga marga vini og verður bara að sætta sig við að fólk sem fer það kemur ekki aftur. Jón Gnarr sagði eitthvað álíka: “Svo sá ég hann aldrei aftur”.
Í næst seinasta versinu kemur:“Ef þú gætir flutt, þú færir”. Hvert er málið, peningaleysi eða kreppa í samfélaginu? Ég kemst að þeirri niðurstöðu að þetta er einhver sem á í geðshræringum að stríða og er eitthvert dæmi eins og kom í norsku myndinni Elling. “Hvis ikke vi drar til damene kan vel de kommen til oss, Kjell Bjarne” - Elling: Ef við förum ekki til kvennana geta þær náttlega komið til okkar áður en þeir hringdu í klámlínuna…

En nú er líklegast lýðurinn sofnaður útfrá þessu kjaftæði og svarar mér líklegast ekki…