CCR - Creedence Clearwater Revival - Part 1 Saga Creedence Clearwater Revival - 1 Partur

Meðlimir:

John Fogerty (gítar og söngur)

Tom Fogerty (gítar - hætti í hljómsveitinni og var ekki leystur af)

Doug Clifford (trommur)

Stu Cook (bassi)

Árið 1959 var hljómsveitin Blue Velvets sköpuð, en það kölluðu liðsmenn CCR sig áður en þeir tóku upp nafnið Creedence Clearwater Revival. Þeir spiluðu undir því nafni áfram til ársins 1963, en þá hófu þeir að kalla sig The Golliwogs, en það var það sem útgáfufyrirtæki þeirra, Fantasy Records vildi láta þá heita, svo þeir myndu hljóma sem þeir væru breskir, eflaust hafa þeir verið enn eitt bítla eftirhermu bandið. Þeim líkaði ekki vel við nafnið, og ásamt nafninu þurftu þeir stundum að vera með ljósar hárkollur þegar þeir spiluðu.
The Golliwogs áttu fáeina slagara sem nutu þó aldrei mikilla vinsælda, lög á borð við Don't Tell Me No Lies, Where You Been, You Can't Be True, Brown Eyed Girl (þessi seldist reyndar í ríflega 10.000 eintökum) Fight Fire og Walking On The Water. Þessi lög voru öll gefin út á árunum 1964-1967. Tónlist þeirra var haldin sterkum áhrifum frá Bítlunum, The Kinks og einnig The Rolling Stones, en allar voru þær breskar hljómsveitir. Rúmlega einum áratug seinna, eða 1975 voru lög The Golliwogs gefin út á plötu, sú fyrsta og eina sem þeir gerðu.
Starfsmaður útgáfufyrirtækisins, Saul Zaentz að nafni þótti mikið til þeirra koma, og kom það svo fyrir einn dag árið 1967 að hann eignaðist útgáfufyrirtækið. Þar sem hann var mikill aðdáandi hljómsveitarinnar bauð hann þeim umsvifalaust stærri og betri samning, losaði þá við hárkollurnar og gaf þeim algjört frelsi til að gera sína eigin tónlist.
Árið 1968 var frumburður hljómsveitarinnar tilbúinn og bar hann einfaldlega nafnið Creedence Clearwater Revival. Hún fékk töluvert góðar viðtökur hjá sumum gagnrýnendum, en slæmar hjá öðrum, Rolling Stone var t.d ekki ýkja hrifið af plötunni þeirra. En þrátt fyrir alla gagnrýni náðu liðsmenn CCR gullplötu í lok ársins og smáskífa þeirra, Suzy Q náði 11 sæti á vinsældarlistum þar úti. Einnig náði annað lag af plötu þeirra inná vinsældarlistana, I put a spell on you, en það hvarf jafnfljótt af sjónarsviðinu og það birtist.

Árið 1969 komu liðsmenn CCR með hina frábæru plötu Bayou Country.. En ég held að það sé efni í annan hluta.