Gamla Músikin!
Er fólkið hérna eitthvað að pæla í þessu gamla góða? Ég meina er fólk ennþá inní Deep purple, Jimi Hendirx, Mamas and the papas, Led Zeppelin, Janis Joplin,The incredible string band, David Bowie(the old one), The Whos og margt, MARGT fleira. Ég er svona nokkurn vegin sá eini úr mínum vina hópi sem hlusta á þetta. Er það eðlilegt að fólk sé að 17 ára og að fíla þetta í botn. Ég meina ég veit ekki hve oft ég hef óskað þess að hafa verið uppi þegar Woodstock var. Þetta var örugglega ein af best heppnuðustu tónlistarhátíðum allra tíma. Engar óeirðir, fólkið allt í sátt og samlyndi. Allavegann var ég bara svon aða pæla í þessu. Ég er búin að vera að hlusta á þetta síðan í 6 til 8 bekk og ég sker mig ansi mikið úr vinahóðnum mínum. Ég er sú eina sem er eitthvað öðruvísi. Mér finnst bara að fólk eigi að vera eins og því líði best….það eru engar reglur um það hvaða tónlist fólk á að hlusta á og sona. Margir sem ég þekki og fá oft að hlusta hjá mér á spilarann minn þegar ég er með hann í skólanum bara fyllast af spurningum….“bíddu, hvað sagðiru að gaurinn heiti…Joe hvað?” Er fólk eitthvað inní þessu? :)