Nákvæmlega mín skoðun. Rokk er bara rokk, gamalt eða nýtt. Ég held ég hafi ekki áhuga á því að þrengja niður umræður um rokk. Það er gaman að tala um The Flaming Lips og Bítlana í sömu andrá, eða Rolling Stones og The Strokes.
Muna, bara af því að það er nýtt er það ekki lélegt og það er ekki sjálfkrafa gott ef það er gamalt.
Um áramótin fer pabbi á Hippaball á Sögu og ég geri grín að honum, enda snýst þetta um að halda að allt hafi verið betra og flottara í den. Fyndið að svo kallaðir “hippar” skuli vera orðnir afturhaldssamir.
Það verður örugglega gaman hjá mér eftir 20 ár. Ég held ég fari samt ekki á grungeball á Sögu á gamlárskvöld og horfi á Noise covera Nirvana…
Vonandi ekki a.m.k., ég vil ekki verða fúll gamall kall með engan tónlistarsmekk nema þann sem var þegar ég var ungur…