Jæja, þá er komið að því. Gullaldartrivia mun nú loks hefja göngu sína, og er vonandi
að notendur taki vel í þetta og þáttaka verði góð. Til að byrja með verður
fyrirkomulagið þannig að sigurvegarar keppninnar fá e-s konar forgang til að semja
spurningar fyrir næstu keppni, en ef sigurvegari kýs að nota sér þetta ekki mun næsta
manni á biðlista verða boðið að búa til spurningar. Þetta fyrirkomulag verður prófað e-
r keppnir, og ákvörðun svo tekin um framhaldið eftir nokkrar keppnir. Svör skulu svo
sendast til umsjónarmanns keppninnar sem mun sjá um að fara yfir þau og útnefna
sigurvegara. Verið svo óhrædd ef ykkur finnast reglurnar ekki nægilega vel settar upp
núna, það stendur til að ganga almennilega frá þeim. En nú er okkur ekkert að
vanbúnaði, látum leikana hefjast og gangi ykkur vel!
Keppni nr.:
21
Umsjónarmaður:
HonkyCat
Síðasti skiladagur:
22.maí
Staða keppni:
Lokið
Mögulegur Stigafjöldi:
15 Stig
Sigurvegari:
belja
- Hvað hét fyrsta plata Status Quo og hvaða ár kom hún út? (2 stig)
- Hvaða heita plötunar þrjár sem eru í svokallaðri "Berlínar-Þrennu" David
Bowie? (3 stig)
- Hvaða lag var eina Box Tops lagið til að ná fyrsta sæti í Bandaríkjunum? (1
stig)
- Hvað hét þriðja plata Rod Stewart og hvaða ár kom hún út? (2 stig)
- Hver samdi lagið Free Fallin' með Tom Petty? (1 stig)
- Hvenær voru The Amen Corner stofnaðir? (1 stig)
- Hvað heitir hinn eitursvali söngvari Steppenwolf? (1 stig)
- Hvaða hljómsveit gaf út plötuna To Whom It May Concern árið 1972? (1
stig)
- Hvaða Eagles meðlimur spilar á James Taylor plötuni Sweet Baby James og á
hvað spilar hann? (2 stig)
- Á hvaða Moody Blues stúdíóplötu er að finna lagið Tuesday Afternoon
(Forever Afternoon)? (1 stig)
Svör skulu sendast í skilboðum til
HonkyCat
Og munið, ekkert svindl! (Svindl telst m.a. að fletta svörunum upp á netinu).
Sjá meira