Ég var að spá, er það einhver sem á gamla þætti úr sjónvarpsmarkaðinum? langar svolítið til að sjá þetta til að rifja upp “the old good times” þegar maður kom fúll heim úr skólanum en fór síðan að fylgjast með öllu þessu drasli sem var verið að selja og enginn hafði not fyrir. Bumbu-bannan, lego racer, fótanuddtæki, bestu lög robertinu á 5 geisldiskum… alltaf einhver glötuð líkamsræktartæki…
og tilhugsuninn um að einhver væri að kaupa þetta bjargaði oft deiginum frá því að verða hundleiðinlegur og tilbreytingarlaus. ég man bara hvað ég og félagi minn hlóum mikið af þessu. við ætluðum okkur að búa til sjónvarpsmarkað með sem væri 10 lélegri, og með miklu fleyri draslvörum og líka fyndnari þegar við yrðum stórir.
er ekki einhver sem á þetta á video spólu eða á þetta í tölvunni sem getur hent þessu inná youtube?