Ohhh, ég gæti brjálst. Maður er í sakleysi sínu að lesa fréttir á netinu og þá er bara ein fyrirsögnin um það hvernig einhver næsta sería með Friends eigi að enda!! Ég er svoooo pirruð, og reyndar líka í sjokki…..en fer ekkert nánar út í það.
Maður er kannski fáránlegur að lifa sig svona inn í þetta, alltaf voða spenntur að bíða eftir næsta þætti og sjá hvað gerist og brjálast ef einhver segir manni það, en samt….alveg óþarfi að skemma spennuna fyrir manni. Vona bara að þeir ákveði að hafa endann öðruvísi svo hann komi mér á óvart, annars hef ég ekki hugmynd um hvenær þessi sería verður sýnd og vona bara að ég verði búin að gleyma þessu þá…..