Þú hefur einkar skrýtinn smekk, Seinfeld eru með betri gamanþáttum seinni ára, og einnig með þeim vinsælli. Raymond er orðinn þreyttur, ég skal viðurkenna það en Everybody hates Chris er ég að fíla. Ef menn ætla að halda því fram að einhver þáttur sé versti gamanþáttur allra tíma er lágmark að setja fram einhver rök með.
Ég held að þú hafir bara aldrei séð virkilega lélega gaman þætti. Þessir þættir eru kannski að sumra mati ofmetnir, en lélegir þættir eru þessir týpísku Skjás eins þættir sem komust aldrei lengra en á þátt 6. Brandararnir jafn fyndnir og bílslys og allur hláturinn kreistur úr dós.
Mér finnst hart að kalla þætti verstu þætti allra tíma en talandi um lélega gamanþætti vil ég nefna eftirfarandi þætti:
That 80's showSkelfilegir þættir þar sem reynt var að kreista hugmyndina af That 70's show aðeins frekar með slökum árangri, lélegri persónusköpun og verri bröndurum.
Love IncFæ æluna uppí háls í hvert skipti sem ég sé þetta. Fyndnistuðullinn í þessum þáttum er 0.
Live with BonnieHvar er punch line-ið?
Svo var þáttur á Skjá Einum um einstæðan föður sem var slökkviliðsmaður og átti haug af strákum, man ekki hvað hann hét en djöfull var það leiðinlegur þáttur. Alveg týpískur cancellum strax þáttur.