Ég á alla þættina á VHS, keypti þær seríur sem hægt var að kaupa í svona pökkum(3 spólur í pakka), en restina bara eina spólu sér. Það er hægt að fá 1., 2., 3., og 4. seríu í svona pökkum en nýrri seríurnar ekki. Þessir pakkar kosta um 3000 kr pakkinn(3 spólur í pakka(12 þættir) = 6000 kr serían) og eru seldir á mörgum stöðum, t.d. Skífunni og í sumum Bónus búðunum(VAR allavega). Ein spóla sér kostar hinsvegar um 1500 kr (ein sería = 9000 kr). Ég held að það sé ódýrara að kaupa seríurnar sem eru ekki til í svona pökkum á DVD. Hvar diskur kostar tæplega 2000 kr(8 þættir á disk = 6000 kr serían, sem er sama verð og sería í svona pökkum).