Gamanþættir:
Ég horfi alltaf á Gamanztöð á Stöð 2 og ákvað að skrifa grein um þættina sem eru þar
Simson: Ég elska þessa þætti. Þeir eru frábærir nema að söguþráðurinn er svoldið skrítinn og leiðinlegur stundum t.d. dreymir Hómer eitthvað og vill fara til Flórída og drepur krókódíl! Annars eru þetta snilldnarþættir og gaman að það séu þrír þættir af Simson á föstudögum:
The Oliver Beene show: Ég þoli ekki þennann þátt. Hann er eitthvað svo leiðinlegur. Það koma þættir sem eru skemmtilegir en annars er þetta tilgangslaus þáttur! Þetta er svona týpískt! Mamman er sæt en pabbinn lúser. Oliver lúser og stóri bróðirinn lúser. Vinurinn hommi og vinkonan gáfuð!
Coupling: Þetta eru æðislegir þættir sem snúast um 6 vini! En þátturinn er leiðinlegur útaf því að Jeff fór. Hann var fyndinn og skemmtilegur :D Þetta er bresku friendsþættirnir nema miklu dónalegri!
Svínasúpan: Ég ætla ekki að tjá mig mikið um þennan þátt því að ég horfi ALDREI á hann. Ef ég segji það sem mér finnst um hann fæ ég mörg skítköst á greinina og það vil ég ekki. Ég vil samt segja að húmorinn er ömurlegur. Ég sá endann á seinasta þætti því ég ætlaði að horfa á George Lopez þáttinn og sá eitthvern gaur klæddur í svarta skikkju eða eitthvað með miða sem stóð Dauðinn.is aftan á og þegar hann talaði kom reykur úr honum! Síðan í alveg endanum þá var hann að slá grasið hjá fólki!
George Lopez: Þetta eru flottir þættir. Nema ég verð að segja að George er stundum OF fyndinn. Amman er stundum OF leiðinleg og vinur George er stundum OF heimskur. Þetta eru skemmtilegir þættir og mæli með þeim.
Bernie Mac: ömurlegur þáttur. Hvers vegna talar Bernie Mac alltaf við myndavélina? Og ef þið sáuð seinasta þátt sem fjallaði um þakkargjörðahátíðna og Bernie er með matareitrun og dreymdi fáránlega drauma. Ég veit að Bernie Mac er vinsæll úti en ég fíla þessa þætti!
Endielga segjið ykkar skoðun en ekki koma með skítaköst!