Kostnaður á Friends spólum.
Ég fór um daginn og keypti alla fyrstu seríuna af Friends í Sammyndböndum í kringlunni. Þegar er ég kom þangað sá ég hvaða gífurlegur kostnaður færi í þetta. Að kaupa 12 þætti kostaði 3000 krónur. Öll serían kostaði 6 þúsund. Upphaflega ætlaði ég að kaupa 1-3 seríu en það hefði kostað 18 ÞÚSUND. Er stöð tvö ekki að sýna alla þættina frá byrjun núna ? Maður gæti tekið þá alla upp á miklu minni en helming 18 þúsunda. Mér finnst að þeir ættu að lækka verðið, sérstaklega þar sem stöð tvö er að sýna alla þættina.