Halló halló halló!
Áður en ég byrja á því sem mig langar að tala um, þá vil ég segja að ég gjörsamlega dýrka Friends þættina út af lífinu, hef örugglega séð þá alla sem sýndir hafa verið hér á landi.
Í síðustu seríu (númer 9) var lokaþátturinn þannig að þau fóru til Barbados (að mig minnir) eða einhverja eyju þar sem Ross þurfti að mæta á ráðstefnu.
Að sjálfsögðu komu allir vinirnir með honum til stuðnings og makar þeirra, Monica + Chandler, Pheobe + David, Joey + Charlie, og svo Rachel.
Þetta var alveg magnað fyndinn þáttur, en mér fannst endirinn frekar sökkaður.
Þátturinn endaði þannig að Joey byrjaði með Rachel, Ross byrjaði með Charlie bakvið gluggatjöldin og Mike, fyrrverandi kærasti Pheobe kom og bað hennar, þannig að allir vinirnir enduðu saman (fyrir utan David greyið).
Það eina sem mér fannst ömurlegt við þennan þátt var það að þau byrjuðu öll saman. Það einhvern veginn lokar á spennuna fyrir næsta þátt, á einhver þeirra eftir að hætta saman eða hvað? Mér finnst einhvern veginn verið að stuðla að því að endalokin séu að nálgast og það er barasta alls ekkert gaman :(
Plís ekki ráðast á mig fyrir þessa grein, þetta er bara það sem berst í brjósti mér..