Ég veit að þetta efni tengist ekki beint Friends (annað enn að þessir þættir eru að keppast um hylli áhorfenda í USA) en mig langar að vita um hvað þessir vinsælu Survivors þættir eru (þ.e.a.s ef einhver snillingurinn veit það hérna).
Hérna í Danaveldi eru einmitt að byrja þættir sem heita Survivors en þeir eru sko ekki gamanþættir.
Þetta eru einhverskonar Robinson Cruiso þættir en það eru þættir hérna á öllum Norðulöndunum sem heita Robinson Ekspeditionen og þeir eru um valin hóp fólks sem á að eyða 42 dögum á eyðieyju í Malasíu og svo fylgist maður með hvernig þeir keppast innbyrðis og hvernig þau lifa af með einungis hrísgrjón og vatn og svo vóta þau alltaf einn út í hverjum þætti og sá sem heldur út þessa 42 daga verður Robinson ársins.
Það er reyndar meira gert í þessum þáttum en þá væri ég gjörsamlega komin út fyrir efnið eins og ég er nú þegar búin að gera það. Sorry að ég póstaði hérna en það er bara ekkert eitt áhugamál undir Sjónvarpsþætti einungis.
Kveðja,
Pernilla<BR