Lisa Kudrow

Lisa fæddist 30. júlí 1963 í Encino, Kaliforníu, en hún var alin upp í Tarzana. Pabbi hennar er líffræðingur og brautryðjandi í rannsóknum á lyfjum við mígreni. Lisa ætlaði alltaf að feta í fótspor föður síns en hún útskrifaðist með B.S. gráðu í líffræði úr Vassar háskólanum í New York, og sneri síðan aftur til Kaliforníu til að vinna með pabba sínum. En sá ferill varð mjög stuttur, en vinur bróðir hennar, Jon Lovitz, fékk hana til að fara í leikprufu fyrir grín þáttinn ,, The Groundlings". Hún fékk ekki hlutverkið í fyrra skiptið vegna lítillar leikreynslu en eftir að hún vann með Cynthiu Szigeti, sem er vel þekkt sem leiklistarkennari, fékk hún hlutverk árið 1989.
Á leið Lisu til frægðar og frama, var henni oft neitað um hlutverk áður en hún fékk hlutverk Phoebe Bouffay. Lisa fékk hlutverk í þáttunum Frasier, þar átti hún að leika Roz Doyle en það var skipt á henni og Pery Gilpin áður en að fyrsti þátturinn var tekinn upp. Á þeim tíma vonaði hún líka að hlutverk hennar í Mad About You, þar sem hún lék gengilbeinuna Úrsúlu yrði að föstu starfi. En örlögin höfðu önnur plön, næsta hlutvek sem hún fékk var hlutverk hinnar rugluðu en samt æðislegu, Phoebe Buffay.
Lisa var tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir framúrskarandi leik í aukahlutverki í gamanþáttunum Mad About You.