David Schwimmer
David Schwimmer fæddist þann 12. nóvember 1966 í Queens, New York en hann var alinn upp í Los Angeles. Hann var fyrst uppgötvaður í leiklistartímum í framhaldsskóla. Eftir að hann kláraði námskeiðið í framhaldsskólanum, hvatti leiðbeinandi hans honum að sækja sumar námskeið í leiklist í Northwestern University í Chicago. Eftir að hann útskrifaðist úr háskóla fór hann aftur í Northwestern þar sem hann fékk B.S. gráðu í mál/leikhús. Eftir útsrkiftina hans árið 1988 stofnaði hann ásamt 7 öðrum stúdentum úr Northwestern Lookingglass Theater Company í Chicago. Þessi hópur er samansafn af leikurum, leikstjórum og höfundum. Hann lék einnig á sviði í Lookingglass og má þar nefna: “West”, “The Odyssey”, Of One Blood“, ”In The Eye Of The Beholder“ og ”The Master and Margarita“. Hann leikstýrði einnig og má þar nefna: ”The Jungle“, sem vann sér inn 6 Joseph Awards; ”The Serpent“; og ”Alice in Wonderland“, sem var flutt á hátíðinni í Edinborg í Skotlandi.
Árið 1993 gerði David sýna fyrstu tilraun til að leika í gamanþáttunum ”Monty“.
Hann byrjaði að leika í ”Friends" árið 1994.