Courteney Cox fæddist í Birmingham, Alabama 15. júní árið 1964. Courteney er skírð í höfuðið á mömmu sinni, en mamma hennar er heimavinnandi húsmóðir. En pabbi hennar, Richard, er verktaki. Þau skildu þegar Courteney var 10 ára eftir 19 ára hjónaband. Hún bjó hjá mömmu sinni, bróður og tveimur systrum hennar. Bæði mamma hennar og pabbi hafa gifst aftur.
Hún útskrifaðist úr framhaldsskóla árið 1982 og fór þá að læra arkitektúr í Mt. Vernon háskólanum í Washington.
Hún fékk ekki fyrst athygli fyrr en Bruce Springsteen togaði hana upp á svið til að dansa í lok myndbandsins “Dancing In the Dark”. Árið 1994 komst Courteney á topp 50 listann yfir fallegasta fólkið, hjá People Magazine. Árið 1985 var Courteney í NBC þáttaröðinni “Misfits Of Science”, en hann var aðeins sýndur í nokkra mánuði. Svo lék hún kærustu Michael J. Fox í þáttaröðunum “Family Ties”. Einnig lék hún á móti Jim Carrey í myndinni “Ace Ventura: Pet Detective”, sem var í rauninni hennar fyrsta stórmynd. En stuttu eftir þetta fékk hún hlutverk Monicu í hinum gríðvinsæla þætti “Friends” og stendur hún sig bara mjög vel þar.
Courteney er gift leikaranum David Arquette.