Bruce Willis
Hver man ekki eftir því þegar Willis kom sem gestaleikari í Friends í annars ágætri seríu 6 (kom fyrst í þætti no 21) sem faðir Elizubeth sem Ross var að deita. Hvernig fannst ykkur hann? Sjálfur varð ég fyrir örlitlum vonbrigðum með Willis sjálfan og hans karaktet. Hann var rosalega róleg típa, talaði hægt og rólega og stundum leiðinlega og “Chicken boy” atriðið með Rachel var bara hálf leiðinlegt. Ljósi punkturinn var þó að það kom góð tilbreytin í þáttinn og gott að fá gestaleikara í svona marga þætti. Þá var spunninn ágætis þráður út úr þessu með því að láta hann og Rachel deita í smátíma. En hvernig þótti ykkur hann annars standa sig? Voruð þið fegin þegar hann hætti eða saknið þið hans jafnvel? Hvern mynduð þið vilja fá sem gestaleikara? Eða eruð þið jafnvel á móti svona gestaleikurum….?