Ég var að prófa að nota ircið í dag til að downloada Friends þáttum. Það gekk alveg ótrúlega vel og “Kaninn” tekur vel á móti manni og þeim fynnst ótrúlegt að Friends skuli vera vinsælt hér á landi. Það endaði með því að ég náði í 801-803, ég á þá reyndar á videospólur en þar sem ég á 901-909 ákvað ég bara að ná í þá og byrja kannski að safna 8 seríu í tölvunni. Ég er búinn að horfa á þessa þætti og var þetta ágætt þar sem þetta voru svona lengri útgáfa af þáttunum. En svo kom það óvænta, þegar þáttur 803 var búinn byrjaði voða rólegt lag og stafir fóru að koma upp skjáinn (svona eins og casting-listi). Þar stóð að það hefði þurft að breyta þættinum því það var atriði þar sem Chandler er að gera grín af öryggisgæsluna á flugvellinum, (þetta er þegar þau eru að fara í brúðkaupsferðina). Það byrjar á því að þau fá miða í fyrsta farrými og svo fer hann að djóka með sprengu hjá öryggisvörðunum og er handtekinn, mjög fyndið. Ástæðan fyrir því að þessu var breytt og núna er einhvað annað par sem fær flugmiðana á fyrsta farrými og svo allt í kringum það er því að þátturinn átti að vera sýndur í byrjun óktóber 2001, en svo vitum við öll hvað gerðist 11. september og fannst því öllum viðeigandi að breyta þættinum. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er því að atriðin eru drullu fyndin svo langaði ér til þess að vita hvort þetta væri á DVD diskana með Friends og hvart aðrir væru búnir að sjá þetta.
P.S. ég er alveg til í að senda þetta til aðra Friendsáðdáendur ef þið hafið ekki séð þetta en ykkur langar til þess.