Þar sem ég var að horfa á nokkra þætti aftur úr 7. seríu áðan þá fór ég að pæla í hvernig þeir fara að því að gera þau svona feit. Þá er ég að tala um Monicu og Joey, ég hef sjaldan hlegið eins mikið og þegar Joey kom í lok 716 þáttar að springa úr spiki!! Mér fannst það mjög vel gert make-uplega séð. Monica hefur verið gerð feit nokkrum sinnum og mér finnst það vel gert í þau skipti sem hún er “ung” fattiði? Mér fannst í þáttunum þar sem þau voru að ímynda sér það sem hefði getað orðið og Monica átti að vera fullorðin, það var ekki eins flott…
Svo má náttla ekki gleyma óléttubumbunni á Rachel, ekkert smá flott!! Þessi svör komu við spurningum um bumbuna (fékk í emaili); úr hverju var hún, hvernig var hún fest og hvað var hún þung?
“Jennifer was fitted with a latex prosthetic device that weighed less then two pounds and was attached behind her - that's why it looked so real in every angle.”
Nenni nú ekki alveg að þýða þetta núna en ef einhver skilur ekki hvað stendur þá skal ég snara þessu yfir á móðurmálið.
En semsagt mér finnst í heildina séð mjög vel staðið á bak við búninga- og make-upmál í Friends… hvað finnst ykkur?
Kveðja simaskra.
Kveðja simaskra