Símaskrá sagði í grein sinni að rífa þurfti þetta áhugamál upp og skrifa eihverja greinar þá ætla ég bara að koma með mitt álit á þessum frábæru þáttum.
Ég fæ ekki mörg tækifæri til þess að sjá þessa frábæra þætti, ekki nema að leigja þá seinna , því að ég nenni ekki að borga einhvern okurpening til þess að fá stöð 2.
En allavegana finnst mér að þeir hafa aðeins dottið niður síðustu ár (sko að mínu mati) eða frá því að Chandler flutti frá Joe.
Þá hvarf allur húmorinn úr þáttunum og alltaf er verið að nota sömu brandara aftur og aftur.
En langskemmtilegasta serían að mínu mati er fimmta sería en sú versta er fjórða. En þegar yfir allt er litið eru þetta bestu þættir í sjónvarpi í dag , allavegana á Íslandi. En svo eru bara svo margir karlmenn svo öruggir með sig og segja bara að Friends séu bara þættir fyrir kerlingar. Þeir eru langt frá því. Ég er 14 ára gamall og hef horft á þá frá 11 ára aldri og hef séð alla þættina og ætla að ganga svo langt að ég ætla að kaupa alla þættina á dvd einhvertíman þegar ég fer til Asíu eða eitthvað.