ég var nú að frétta í dag að framleiðendur Friends væru að íhuga að gera ekki aðra seríu því að þátturinn væri orðinn slappur og söguþræði vantaði. Því miður veit ég ekki hvar sá aðili sem sagði mér þetta gat sér þessara upplýsinga en það fylgdi líka að Jennifer Aniston hefði sagt við einn framleiðandan eftir tökur að þetta væri orðið frekar slappt og hálfleiðinlegt. ég vona að þetta sé satt en þessar fregnir eru frekar ótraustar. Sjálfum finnst mér of miklir peningar komnir inní þetta og að leikendurnir njóti þess ekki lengur að leika í þáttunum. ég hlæ ekki jafn mikið eins mikið og þegar ég horfi á þættina núna eins og ég gerði fyrir 3 árum. Þessir þættir eru orðnir slappir og söguþræðirnir farnir að snúast oft um það sama. Ein verður ólétt lalala hver á barnið með henni og s.frv. En, ekki fara að hreyta í mig hvort ég sé heimskur. Fólk hefur misjafnar skoðanir you know!
Kveðja með stolti og prúðmennsku ,
Snjómaðurinn Mikli