That 70's show Ég man þegar ég var yngri(svona 10 ára og eldri) að ég hlakkaði oft til þegar That 70’s show var í sjónvarpinu, enda voru þættirnir með mínum uppáhalds þáttum á þeim tíma.
Ég hef síðan undanfarið verið að horfa á alla þættina með That 70’s show og var að ljúka því fyrir stuttu. Reyndar var ég bara að horfa á 5.-8. seríuna því ég hef séð alla þættina sem komu áður. Ég ætla að koma með smá grein um gagnrýni á hverri seríu og uppáhalds þátt úr hverri seríu.
Ég fer frekar grunnt í hverja seríu enda nennti ég ekki að gera mikið úr öllum 8 seríunum.

1. serían: Fyrir þá sem hafa aðalega verið að horfa á nýrri seríurnar mæli ég með að horfa á einn þátt í þessari seríu og sjá hvað þau eru ung, Mila Kunis(Jackie) var 14 ára þegar hún sótti um 1998. Mér finnst þessi sería vera verulega góð, aðalsöguþráður seríunnar er þegar Eric og Donna byrja samband þeirra og Red er nýbyrjaður að vinna hlutavinnu hjá fyrirtækinu sem hann vinnur hjá, og endar með því að hann missir hana. Inn á milli er síðan sambandið hjá Jackie og Kelso sem virðist um tíma ganga brösulega, en hún hættir með honum tvisvar sinnum í þessari seríu. Vandamál fara síðan að koma í hjónabandi Bob og Midge eftir að Midge gerist feministi. Í endanum fer Hyde að búa hjá Eric eftir að móðir hans fer frá honum.

Hugmyndin er fersk, húmorinn er góður og þættirnir hafa góðan söguþráð.

Uppáhalds þáttur: Eric’s Burger Job
Eric fær vinnu hjá Fatso Burger og Donna heldur party heima hjá sér á meðan foreldrar hennar eru ekki heima. Áreiðanlega eina skiptið sem systir Donna er í þáttunum. Finnst viðtalið við yfirmann Fatso Burger vera snilld. Allir strákarnir sækja um og svara spurningunum alltaf á sinn hátt.
Eric: Sleikja
Hyde: Honum er alveg sama hvað hann segir
Fez: Verulega hálfvitalega
Kelso: Frekar ególega

2. serían: Að mínu mati er þessi sería sú besta. Donna og Eric taka samband þeirra og næsta skref, sem fer verulega mikið í Kitty. Michael byrjar að halda framhjá Kelso með systur Eric, Laurie, sem Jackie kemst að á endanum. Hún byrjar síðan að vera hrifin af Hyde, á meðan Fez byrjar að vera hrifinn af henni, og á meðan er Kelso ennþá að hitta Laurie. Leo kemur fram í fyrsta sinn þegar hann ræður Hyde í framköllunarversluninni hans.

Hugmyndin er ennþá fersk og húmorinn er frábær.

Uppáhalds þáttur: Burning Down the House
Jackie heldur formlega veislu heima hjá sér þangað til Kelso býður fullt af fólki og endar á því að kveikja óvart í ruslatunnu. Red uppgötvar að Bob er með hárkollu.

3. serían: Kelso fer að deita Laurie, Fez fær í fyrsta sinn söguþráð sem endast í meira en einn þátt þegar hann eignast kærustu(Caroline) sem endar á því að vera kolbrjáluð. Hyde og Jackie fara á deit en það verður ekkert meira uppúr því. Hyde hittir síðan pabba sinn aftur, en hann yfirgaf hann og móður hans fyrir mörgum árum. Í síðustu þáttunum byrja Jackie og Kelso aftur saman, og Donna og Eric fara að rífast því Eric finnst Donna vera allt of mikið vera að vinna(í útvarpinu). Eric gefur Donna “promising ring”(mig vantar gott íslenskt orð um þetta) en Donna gefur honum hringinn aftur því hún er ekki viss að þau vilji það sama í framtíðinni, sem endar á því að þau hætta saman.

Þættirnir voru ennþá góðir þó mér fannst þættirnir fara að vera of mikið um sambönd(einn af verstu göllunum við Friends).

Uppáhalds þáttur: Canadian Road Trip
Strákarnir og Leo fara til Kanada til að kaupa bjór(ódýrari og með meira alkahóli) en þurfa að smyggla Fez til Bandaríkjanna því hann týndi græna kortinu sínu(The Green Card). Jackie fær starf hjá sem fyrirsæta sem Donna grunar að sé svindl. Þetta er eini þátturinn sem minnst er á Kanadísku prog-rock hljómsveitina Rush.

4. serían: Þessi sería fjallar aðalega um hvernig eftirmálin eftir að Donna og Eric hætta saman. Donna byrjar að deita bróðir Kelso, Casey(leikinn af Luke Wilson) og Eric reynir við frænku sína. Midge fer að lokum frá Bob og hann byrjar með annar sem heitir Fez byrjar með Big Rhonda en hún hættir með honum þegar hann reynir að komast í 3. höfn minnir mig. Kelso hættir með Jackie eftir að hún kyssir starfsfélga sinn(leikinn af bróðir Danny Masterson(sem leikur Hyde), Christopher Masterson) Þau byrja aftur saman en Kelso flýr úr bænum þegar Jackie vill að þau giftist. Donna fer með honum eftir að að Casey hættir með henni og Eric vill hana ekki aftur, sem hann vill síðan klukkutíma síðar.

Þetta var byrjunin á því að sami söguþráður fór að vera of mikill í þáttunum(IMO). Fannst serían vera allt of mikið um Eric og Donna. Kelso fór líka að vera minna fyndnari.

Uppáhalds þáttur: It's a Wonderful Life
Engill kemur að Eric og sýnir honum hvernig allt hefði orðið hefði Eric og Donna aldrei byrjað saman. Mjög skemmtilegt hvernig sumir hefðu orðið og fannst mjög fyndið þegar Eric spurði hvað í fjandan þetta var þegar Safety Dance með Man Without Hats var spilað. Þessi þáttur er reyndar með þeim betri sem ég hef séð úr þessum þáttum.

5. serían: Eric og Donna byrja saman aftur, eftir sumar frá hvort öðru. Þau trúlofast sem lætur Red(eftir marga þætti) vera stoltan af honum. Jackie byrjar með Hyde, en þau hætta saman eftir að Hyde heldur framhjá henni(því hann hélt að hún var að halda framhjá honum með Kelso). Fez missir loksins sveindóminn,með stelpu sem heitir Nina, en hún hættir síðan með honum því hann var of uppáþrengjandi og “needy”. Jackie byrjar að búa með Bob og Donna. Í enda seríunnar útskrifast allir unglingarnir(nema Jackie) og fær Fez brottvísun úr landinu, en Laurie kemur aftur fram í þáttunum(leikin af annari leikkonu) og giftist honum svo hann getur orðið Bandarískur ríkisborgari. Red fær hjartaáfall út af þessu.

Ég er 18 ára, og ég er ekki að fara að gifta mig nærri því strax. EN 17 ÁRA MIÐSKÓLAPAR ER TRÚLOFAÐ? Aðeins of hálfvitalegt, IMO. Þetta batnar aðeins því mér finnst Donna og Eric vera með sætustu sjónvarpspörum sem ég hef séð.

Uppáhalds þáttur: You Shook Me, a.k.a. The Nurses Are Coming
Fez dreymir erótískan draum um Kelso. Hyde heldur framhjá Jackie með hjúkku.

6. serían: Donna og Eric ætluðu að flytja inn saman eftir útskriftina, en Eric hættir við til að hjálpa foreldrum sínum fjárhagslega eftir að Red fær hjartaáfall. Jackie byrjar aftur með Hyde. Kelso fer í lögregluskólann og á von á barni. Fez fær bandarískan ríkisborgararétt. Bob byrjar með mömmu Jackie, Pam. Í endanum áttu Donna og Eric að giftast en Eric flúði og síðustu stundunni, Donna tekur hann samt aftur. Midge kemur þar að auki aftur í lokaþættinum.

Mér fannst þessi sería frekar slök. Mér fannst sérstaklega pirrandi að það var oft liðnar 3-5 mínútur af þáttunum áður er theme-lagið kom loksins. Þar að auki fór Fez að vera heimskari en Kelso, Joey Tribbiani-heimskur. Allt of pirrandi, þó það virkar hjá Joey og Kelso.

Uppáhalds þáttur: Substitute
Eric slær golfkúlu í hausinn á Mitch(leikinn af Seth Green). Hann lýður illa útaf því og býður honum að hanga með hinum í kjallaranum. Bob biður Pam að flytja inn með sér, en hún vill það ekki). Mér finnst alltaf gaman að sjá Seth Green, gaurinn er svo verulega lítill.

7. serían: Kelso verður pabbi. Eric ákveður að eyða næsta ári í algjöri leti, en hann uppgötvar síðan eftir nokkra mánuði að þetta gæti endað hræðilega. Hyde hittir alvöru pabba sinn, sem er svartur og á plötusölukeðju, og hálfsytur hans. Hann býður honum starf í plötubúð í bænum. Kelso byrjar að deita systur hans, Angie, sem pirrar Hyde verulega. Fez og Kelso byrja að búa saman. Jackie er boðið starf í Chicago og talar við Hyde um framtíð sambandsins. Þau hætta síðan saman eftir að Hyde er of seinn að svara, og þegar Hyde kemur að Jackie á mótelherbergi, en Kelso kemur á eftir honum með handklæði utan um sig. Red kaupir hljóðkútasölu. Leo kemur aftur, en hann kom síðast í 3. eða 4. seríunni. Eric fer í lok seríunar til Afríkju til að kenna og Hyde eignast plötubúðina.

Hvað í fjandanum er málið með hárið á Donna. Ljóst fer henni alls ekki vel. Fyrir þá sem vita það ekki þá voru Eric og Kelso ekki í síðustu seríunni(Kelso í nokkrum í byrjuninni og báðir í lokaþættinum), vegna annara kvikmynda hjá leikurunum, þannig að þeir fluttu báðir í burtu(Kelso fór til Chicago til að vinna hjá Playboy Club) Upprunalega átti Charlie(sem kom fram í nokkrum þáttum í endanum) að vera í staðinn fyrir Eric en hann fór líka að leika stórt hlutverk í kvikmynd þannig að hann var drepinn úr þáttunum.

Uppáhalds þáttur: On With The Show
Jackie fær vinnu sem stjórnandi á sínum eigin sjónvarpsþætti en fær sviðskrekk. Angie reynir að “burn-a” einhvern en nær því aldrei. Þessi þáttur er sá besti úr síðustu fjórum seríunum.

8. serían: Kelso fer til Chicago til að vinna þar. Randy Pearson og Leo fer að vinna í plötubúðinni. Hyde giftist strippara en fær síðan skilnað eftir að hann uppgötvar að hún er þegar gift. Donna og Randy byrja saman en hún hættir með honum þegar hann biður hana að flytja inn með sér, því hún vill fara í framhaldsskóla. Bob flytur til Florida. Fez og Jackie byrja saman og Donna og Eric byrja líklegast aftur saman.

Langversta serían. Það var reynt að skipta Eric við Randy og Kelso við Leo. Leo var reyndar fínn(enda uppáhaldskarakterinn minn) en Randy var hræðilegur, ekki skemmtilegur og ófyndinn. Og til að toppa þetta fannst mér fáranlegt að Jackie og Fez byrjuðu saman. Hann var búinn að vera hrifnn af henni í nokkur ár og hún vildi ekkert gera með hann. Ég hefði verið löngu búinn að gefast upp á henni.

Uppáhalds þáttur: That '70s Finale
Eric og Kelso voru báðir í þessum þætti, Randy var verulega mikið og Kitty sagði lokaræðuna full. Þarf ég að segja eitthvað meira.

Ég vil líka benda á að aldurinn breyttist soldið með seríunum. 2. þátturinn var um þegar Eric var 17 ára og serían stóð í næstum því ár. Í 4. seríunni var Hyde 18 ára. Miða við að þau útskrifuðust í lok 5. seríunar passer þetta ekki þannig að mér finnst líklegt að tímaskipunin hafi verið svona(Tímaskipunin hjá öllum nema Jackie því hún var ári yngri en þau):

1. serían: Sophomore
2., 3. og 4. serían: Sumarið eftir Sophomore og Junior
5. serían: Senior(það er sleppt nær öllu sumrinu í þessari seríu)
6. serían: Sumarið eftir að þau útskrifuðust
7. serían: Eitthvað af næsta skóla ári.
8. serían: Get ekki svarað hvenær 7. hætti og hvenær 8.byrjaði en 8. lauk við áratugamótin.

Fyrir þá sem vita ekki hvað Sophomore, Junior og Senior eru þá er þetta bekkjakerfi í bandaríkjunum. Sophomore: 2. ár, Junior: 3. ár og Senior: 4. ár.
Btw Freshmen er síðan busi og IMO merkir in my opinion, eða mitt álit.

Ég ætla að enda þetta með þessu stórskemmtilega myndbandi af Hyde í vímu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=avwYDlNabeA

Ég afsaka stafsetninga- og málfræðivillur og vona að þetta hafi verið skemmtilegt.

PS: Ég beygji aldrei útlensk nöfn.